Erlent

Ætlaði að láta vinnufélagana skeina sér með Barack Obama

Slökkviliðsmanni frá Flórída hefur verið vikið úr starfi eftir að hann kom með klósettrúllur með mynd af andlitinu á Barack Obama í vinnuna. Maðurinn, Clint Pierce, hefur starfað sem slökkviliðsmaður í yfir tuttugu ár.

Talsmaður slökkviliðsins segir að öllum sé frjálst að hafa sínar skoðanir. „En ef þú kemur ekki boðskap þínum á framfæri á eigum borgarinnar, það er kannski einhver annar íbúi í borginni sem er ekki sammála þér. Þetta var mjög óviðeigandi hjá honum."

Það var þó ekki þetta sérstaka athæfi sem varð til þess að hann var rekinn. Því áður hafði hann verið áminntur í starfi eftir að hann límdi óviðeigandi límmiða af Obama á skápinn sinn á slökkvistöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×