Erlent

Indland rekið úr ólympíuhreyfingunni

Lalit Bhaont sat í gæsluvarðhaldi í 11 mánuði í fyrra vegna rannsóknar á spillingu.
Lalit Bhaont sat í gæsluvarðhaldi í 11 mánuði í fyrra vegna rannsóknar á spillingu.
Alþjóða ólympíunefndin hefur rekið Indland úr ólympíuhreyfingunni og fær landið því ekki að taka þátt í næstu Ólympíuleikum.

Ástæðan fyrir brottrekstrinum er sú að í dag mun indverska ólympíusambandið kjósa nýjan aðalritara. Aðeins einn er í framboði, Lalit Bhaont, en hann sat í gæsluvarðhaldi í 11 mánuði í fyrra vegna rannsóknar á spillingu í kringum Samveldisleikanna í Nýju Delhí árið 2010.

Verðandi formaður indverska sambandsins sat einnig í fangelsi vegna þessa spillingarmáls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×