Funduðu um Sýrland 7. desember 2012 07:00 Hillary Clinton hélt líka erindi í háskólanum í Dublin á Írlandi í gær. fréttablaðið/ap Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hittust á Írlandi í gær og ræddu ástandið í Sýrlandi ásamt Lakhtar Brahimi, friðarerindreka Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins gagnvart Sýrlandi. Rússar og Bandaríkjamenn hafa til þessa verið á öndverðum meiði gagnvart Sýrlandi. Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt Rússa fyrir að standa í vegi fyrir að Sameinuðu þjóðirnar gætu komið uppreisnarmönnum og almenningi í Sýrlandi með einhverjum hætti til aðstoðar, en Rússar segja Bandaríkjamenn á móti reyna að hlutast til um innanríkismál Sýrlendinga. Harðir bardagar geisa nú í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Uppreisnarmenn hafa náð æ fleiri hverfum á sitt vald og sækja hart að miðborginni. Stjórnarhernum tókst seint í sumar að hrekja uppreisnarmenn frá borginni fljótlega eftir að þeir höfðu náð henni að mestu á sitt vald. Styrkur uppreisnarmanna er hins vegar orðinn miklu meiri nú en þá, enda hafa þeir náð á sitt vald æ fleiri vopnum og herbúnaði frá stjórnarhernum, sem að sama skapi er orðinn veikari fyrir. Þá hafa uppreisnarmenn náð á sitt vald æ stærri svæðum annars staðar í landinu, einkum í austurhlutanum. Faisal Miqdad, aðstoðarutanríkisráðherra Sýrlands, vísaði algerlega á bug í gær vangaveltum í fjölmiðlum um að Bashar al Assad forseti væri að skipuleggja flótta sinn frá landinu. „Þetta er fyndið, hlægilegt. Ég fullvissa ykkur hundrað prósent um að Assad forseti mun aldrei yfirgefa þetta land,“ var haft eftir honum í fréttum frá Reuters. Þá er einnig óttast að Assad muni láta beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum og almenningi í landinu, en ekki hefur þó verið staðfest hvort stjórnvöld búa yfir slíkum vopnum. Breska stjórnin undirbýr nú breytingu á vopnasölubanni til Sýrlands, sem myndi gera Bretum kleift að útvega uppreisnarmönnum vopn. Þá er bandaríska flugmóðurskipið Eisenhower komið að ströndum Sýrlands þar sem það bíður átekta, en skipið er komið verulega til ára sinna og var á leið til viðgerða í Bandaríkjunum. - gb / þeb Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarráðið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hittust á Írlandi í gær og ræddu ástandið í Sýrlandi ásamt Lakhtar Brahimi, friðarerindreka Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins gagnvart Sýrlandi. Rússar og Bandaríkjamenn hafa til þessa verið á öndverðum meiði gagnvart Sýrlandi. Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt Rússa fyrir að standa í vegi fyrir að Sameinuðu þjóðirnar gætu komið uppreisnarmönnum og almenningi í Sýrlandi með einhverjum hætti til aðstoðar, en Rússar segja Bandaríkjamenn á móti reyna að hlutast til um innanríkismál Sýrlendinga. Harðir bardagar geisa nú í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Uppreisnarmenn hafa náð æ fleiri hverfum á sitt vald og sækja hart að miðborginni. Stjórnarhernum tókst seint í sumar að hrekja uppreisnarmenn frá borginni fljótlega eftir að þeir höfðu náð henni að mestu á sitt vald. Styrkur uppreisnarmanna er hins vegar orðinn miklu meiri nú en þá, enda hafa þeir náð á sitt vald æ fleiri vopnum og herbúnaði frá stjórnarhernum, sem að sama skapi er orðinn veikari fyrir. Þá hafa uppreisnarmenn náð á sitt vald æ stærri svæðum annars staðar í landinu, einkum í austurhlutanum. Faisal Miqdad, aðstoðarutanríkisráðherra Sýrlands, vísaði algerlega á bug í gær vangaveltum í fjölmiðlum um að Bashar al Assad forseti væri að skipuleggja flótta sinn frá landinu. „Þetta er fyndið, hlægilegt. Ég fullvissa ykkur hundrað prósent um að Assad forseti mun aldrei yfirgefa þetta land,“ var haft eftir honum í fréttum frá Reuters. Þá er einnig óttast að Assad muni láta beita efnavopnum gegn uppreisnarmönnum og almenningi í landinu, en ekki hefur þó verið staðfest hvort stjórnvöld búa yfir slíkum vopnum. Breska stjórnin undirbýr nú breytingu á vopnasölubanni til Sýrlands, sem myndi gera Bretum kleift að útvega uppreisnarmönnum vopn. Þá er bandaríska flugmóðurskipið Eisenhower komið að ströndum Sýrlands þar sem það bíður átekta, en skipið er komið verulega til ára sinna og var á leið til viðgerða í Bandaríkjunum. - gb / þeb
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarráðið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira