Erlent

Tyrknesk sjónvarpsstöð sektuð fyrir að sýna The Simpsons

Tyrkneska fjölmiðlaráðið hefur sektað sjónvarpsstöð þar í landi um tæpar fjórar milljónir króna fyrir að hafa sýnt þátt um Simpson fjölskylduna.

Ráðið segir að guðlast sé til staðar í þessum þætti en þar sést guð taka við skipunum frá djöflinum. Ráðið segir einnig að í þættinum megi sjá biblíur brenndar og einnig að ungt fólk er hvatt til áfengisdrykkju.

Þetta fjölmiðlaráð hefur verið duglegt við að deila út sektum til útvarps- og sjónvarpsstöðva ef þær sýna efni sem telst móðgadi í garð guðs eða sögulegra persóna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×