Erlent

Yfir 240 manns hafa farist í fellibylnum Bopha

Fellibylurinn Bopha hefur nú kostað yfir 240 manns lífið á sunnanverðum Filipseyjum.

Talið er að tala látinna eigi enn eftir að hækka því björgunarsveitir hafa enn ekki komist á öll þau svæði sem urðu hvað harðast úti þegar Bopha gekk á land á Mindanao fyrir tæpum tveimur sólarhringum.

Þorpið Andap á Mindanao varð einn harðast úti en þar fórust 43 þorpsbúa í mikilli aurskriðu.

Um 80.000 manns dvelja nú við í neyðarskýlum eftir að hafa flúið heimili sín undan Bopha. Fellibylurinn mun halda út á Kínahaf á morgun en nokkuð hefur dregið úr styrk hans síðasta sólarhinginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×