Erlent

Dave Brubeck er látinn

Jazzpíanóleikarinn Dave Brubeck er látinn 91 árs að aldri. Banamein hans var hjartaáfall.

Brubeck er heimsþekktur fyrir lög á borð við Take Five en honum var eitt sinn lýst sem lifandi goðsögn í Bandaríkjunum.

Mesti uppgangstími Brubeck var á fimmta og sjötta tug síðustu aldar þegar hann lék með The Dave Brubeck Quartet en sú hljómsveit seldi milljónir af plötum.

Brubeck gaf út plötur allt fram til ársins 2007 þegar sú síðasta þeirra. Indian Summer, kom út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×