Erlent

Leyfar af elstu risaeðlu heimsins fundust á safni

Steingerðar leyfar risaeðlu sem lágu í geymslu í breska náttúrugripasafninu í London áratugum saman sýna að um er að ræða elstu risaeðlu sem vitað er um í heiminum.

Þessi risaeðla er 245 milljón ára gömul eða 10 til 15 milljónum árum eldri en talið var að fyrstu dýr af þessari tegund væru.

Leyfarnar fundust í Tanzaniu í Afríku á fjórða áratug síðustu aldar og þær voru síðast rannsakaðar á sjötta áratugnum en án þess að nokkur niðurstaða fengist.

Ný rannsókn sýnir hinsvegar aldur þessarar risaeðlu sem hlotið hefur nafnið Nyasasaurus. Eðla þessi var allt að þriggja metra löng og var 20 til 60 kíló að þyngd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×