Erlent

Berlusconi aftur á leið í pólitík á Ítalíu

Allar líkur eru á því að Silvio Berlusconi sé aftur á leið í pólitík á Ítalíu. Þetta er ein helsta fréttin í ítölskum fjölmiðlum í dag en talið er að Berlusconi verði forsætisráðherraefni flokks síns, Frelsisflokksins.

Sjálfur segir Berlusconi að hann hafi legið undir miklum þrýstingi frá flokksmönnum um að bjóða sig fram aftur á vegum flokksins. Vegna málsins hefur fyrirhuguðu prófkjör flokksins verið frestað.

Frelsisflokkurinn er kominn upp á kant við Mario Monti forsætisráðherra Ítalíu og sátu þingmenn flokksins hjá þegar vantrausttillaga gegn Monti var felld á þingi í gærdag.

Hvert hneykslismálið á fætur öðru kom upp á þeim tíma sem Silvio Berlusconi gengdi embætti forsætisráðherra Ítalíu á síðustu árum. Meðal annars standa enn málaferli vegna ákæru á hendur Berlusconi um kynlíf með stúlku sem var undir lögaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×