Rússar segja NATO ofmeta hættuna 5. desember 2012 07:00 Jákvæður Þótt Sergei Lavrov væri gagnrýninn á NATO að vanda var mál manna á utanríkisráðherrafundinum að jákvæðari tónn hefði verið í ráðherranum en búizt var við og ágætur andi í samskiptum NATO og Rússlands sem stendur. nordicphotos/afp Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins samþykktu á fundi sínum í Brussel í gær að setja upp Patriot-loftvarnaflaugakerfi í Suður-Tyrklandi til að verjast hugsanlegum eldflaugaárásum frá Sýrlandi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fundaði með NATO-ráðherrunum fyrr um daginn og sagði að þeim fundi loknum að Rússar teldu NATO ofmeta hættuna á hugsanlegri eldflauga- og jafnvel efnavopnaárás. Eldflaugarnar væru óþarfar. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, undirstrikaði enn og aftur að Patriot-flaugarnar væru eingöngu varnarviðbúnaður og NATO hygðist ekki blanda sér í átökin í Sýrlandi, til dæmis með því að setja á flugbann yfir hluta landsins, eins og sýrlenzkir uppreisnarmenn hafa kallað eftir. Þetta hefðu hann og utanríkisráðherrarnir farið rækilega yfir með rússneska starfsbróður þeirra. Lavrov hafði þó sínar efasemdir er hann ræddi við blaðamenn eftir fundinn. Hann sagði að NATO-ráðherrarnir hefðu undirstrikað að „Sýrland væri ekki Líbía“ og Rússar vonuðust til að NATO dytti ekki í hug að skipta sér af átökunum í Sýrlandi. Hann sagði Rússa ekki gera athugasemd við það út af fyrir sig að NATO gripi til ráðstafana til að verja landsvæði Tyrklands. „Við vekjum bara athygli á því að menn eiga ekki að ofmeta hættuna,“ sagði Lavrov. „Við bendum líka á að ef menn safna að sér vopnum eykst hættan á að þau verði notuð.“ Hann sagði að það væri rétt að sýrlenzkt stórskotalið hefði skotið sprengjum yfir landamæri Tyrklands, en það væri mat Rússa að það hefði verið óvart. Hann sagði sömuleiðis að rússnesk stjórnvöld, sem áfram eru í góðu sambandi við stjórn Assads forseta í Sýrlandi, hefðu boðizt til að koma á beinum samskiptum milli NATO og Sýrlandsstjórnar til að forðast misskilning. Undanfarna daga hafa bandarískir fjölmiðlar flutt fréttir af því að Sýrlandsstjórn sé að færa efnavopnabirgðir sínar á milli staða. Það hefur ýtt undir áhyggjur af því að stjórn Assads hyggist nota vopnin. Lavrov sagði þetta vera óstaðfestan orðróm; Rússar hefðu ágætar upplýsingar um að engir slíkir flutningar hefðu átt sér stað. olafur@frettabladid.is Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Utanríkisráðherrar ríkja Atlantshafsbandalagsins samþykktu á fundi sínum í Brussel í gær að setja upp Patriot-loftvarnaflaugakerfi í Suður-Tyrklandi til að verjast hugsanlegum eldflaugaárásum frá Sýrlandi. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, fundaði með NATO-ráðherrunum fyrr um daginn og sagði að þeim fundi loknum að Rússar teldu NATO ofmeta hættuna á hugsanlegri eldflauga- og jafnvel efnavopnaárás. Eldflaugarnar væru óþarfar. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, undirstrikaði enn og aftur að Patriot-flaugarnar væru eingöngu varnarviðbúnaður og NATO hygðist ekki blanda sér í átökin í Sýrlandi, til dæmis með því að setja á flugbann yfir hluta landsins, eins og sýrlenzkir uppreisnarmenn hafa kallað eftir. Þetta hefðu hann og utanríkisráðherrarnir farið rækilega yfir með rússneska starfsbróður þeirra. Lavrov hafði þó sínar efasemdir er hann ræddi við blaðamenn eftir fundinn. Hann sagði að NATO-ráðherrarnir hefðu undirstrikað að „Sýrland væri ekki Líbía“ og Rússar vonuðust til að NATO dytti ekki í hug að skipta sér af átökunum í Sýrlandi. Hann sagði Rússa ekki gera athugasemd við það út af fyrir sig að NATO gripi til ráðstafana til að verja landsvæði Tyrklands. „Við vekjum bara athygli á því að menn eiga ekki að ofmeta hættuna,“ sagði Lavrov. „Við bendum líka á að ef menn safna að sér vopnum eykst hættan á að þau verði notuð.“ Hann sagði að það væri rétt að sýrlenzkt stórskotalið hefði skotið sprengjum yfir landamæri Tyrklands, en það væri mat Rússa að það hefði verið óvart. Hann sagði sömuleiðis að rússnesk stjórnvöld, sem áfram eru í góðu sambandi við stjórn Assads forseta í Sýrlandi, hefðu boðizt til að koma á beinum samskiptum milli NATO og Sýrlandsstjórnar til að forðast misskilning. Undanfarna daga hafa bandarískir fjölmiðlar flutt fréttir af því að Sýrlandsstjórn sé að færa efnavopnabirgðir sínar á milli staða. Það hefur ýtt undir áhyggjur af því að stjórn Assads hyggist nota vopnin. Lavrov sagði þetta vera óstaðfestan orðróm; Rússar hefðu ágætar upplýsingar um að engir slíkir flutningar hefðu átt sér stað. olafur@frettabladid.is
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira