Erlent

"Því miður hefur rétturinn ekki leyfi til að gelda þig“

Corey Curtis er 44 ára gamall
Corey Curtis er 44 ára gamall
Dómari í Wisconsin í Bandaríkjunum hefur skipað manni, sem skuldar yfir 90 þúsund dollara í barnabætur, að hann megi ekki eignast fleiri börn - í bili. Maðurinn á níu börn með sex konum.

Málið er í meira lagi furðulegt en maðurinn Corey Curtis er 44 ára gamall og hefur verið dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi vegna barnabótanna sem hann skuldar. Ásamt því að mega ekki eignast fleiri börn fyrr en hann geti sýnt frá á það að hann geti stutt við bakið á þeim fjárhagslega.

„Því miður hefur rétturinn ekki leyfi til að gelda sakborninginn," sagði dómarinn við dómsuppkvaðninguna.

Curtis sagði við sjónvarpsstöðina WDJT-TV að hann ætlaði að fara eftir skilaboðum dómarans. „Dómararnir ráða, ég verð víst að umbera ákvörðun hans og fara eftir henni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×