Erlent

Pizza Hut ætlar að framleiða ilmvatn með pizzu-lykt

„Nammi namm, mikið er góð lykt af þér - manni langar bara í pizzu,“ gæti eflaust einhver sagt.
„Nammi namm, mikið er góð lykt af þér - manni langar bara í pizzu,“ gæti eflaust einhver sagt.
Nú getur þú lyktað eins og girnileg pönnusteikt pizza því pizzafyrirtækið Pizza Hut ætlar að framleiða ilmvatn með pizzulykt. Þetta hljómar alveg einstaklega furðulega, svo vægt sé til orða tekið.

En forsaga málsins er sú að nokkrir netverjar settu inn fyrirspurn á Facebook-síðu fyrirtækisins í ágúst síðastliðinum. Þar var fyrirtækið spurt að því hvenær ilmvatn með pizzulykt kæmi á markað. Þúsundir aðdáenda settu inn athugasemd á færsluna þar sem pizzarisinn var beðinn um að framkvæmda hugmyndina.

Nú hefur það verið ákveðið - en einungis í takmörkuðu upplagi. Framleiddar verða 100 flöskur með pizza-ilmvatninu og munu þeir fyrstu sem settu inn athugasemd á færsluna á Facebook í ágúst fá flösku gefins. Talsmaður fyrirtækisins segir þó að möguleiki sé á að flöskurnar fari í almenna sölu.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem veitingahúsakeðja reynir fyrir sér á þessu markaði því árið 2008 setti hamborgarafyrirtækið Burger King á markað, BK Body rakspírann, sem lyktaði eins og nýgrillað kjöt, að því er segir á vef The Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×