Fleiri fréttir

Gaddafi hyggst dvelja í tjaldi í New Jersey

Yfirvöld í New Jersey eru allt annað en hress með að Líbýuleiðtoginn Muammar Gaddafi hyggist dvelja í bedúínatjaldi í garði líbýska sendiráðsins í Englewood í New Jersey á meðan hann situr ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í New York í september.

Telja óráðlegt að flugfélög hækki innritunargjöld

Greinendur flugmála í Bandaríkjunum telja það óráðlegt af flugfélögum að hækka gjaldið fyrir innskráningu farangurs í flug en Continental Airlines og fleiri flugfélög hafa nú boðað hækkun gjaldsins innan tíðar.

Dalai Lama fær að heimsækja Taívan

Stjórnvöld í Taívan lýstu því yfir í morgun að þau hygðust heimila Dalai Lama, leiðtoga Tíbeta, að heimsækja Taívan til að biðja fyrir fórnarlömbum hvirfilbylsins Morakot sem gekk yfir eyjuna 8. ágúst og varð yfir 400 manns að bana.

Kínverjar hvetja til líffæragjafar

Kínverjar hafa hleypt af stokkunum líffæragjafaráætlun sem þeir vonast til að muni draga úr svartamarkaðsbraski með líffæri og hvetja almenning til að gefa líffæri.

Sitja fastir í störfum vegna atvinnuástands

Fjölmargir Bandaríkjamenn sitja fastir í störfum sem þeir eru hundóánægðir með en komast hvorki lönd né strönd vegna atvinnuleysis en fjórtán og hálf milljón Bandaríkjamanna er nú án atvinnu.

Breskir ráðherrar funduðu með Líbýumönnum

Fjórir ráðherrar breska Verkamannaflokksins áttu fundi með líbýskum ráðamönnum skömmu áður en Lockerbie-sprengjumanninum, Ali Mohamed al Megrahi, var sleppt úr fangelsi af mannúðarástæðum.

Þingmaður í nær hálfa öld

„Mikilvægum kafla í sögu okkar er lokið,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti þegar fréttir bárust af því að öldungadeildarþingmaðurinn Edward M. Kennedy væri látinn.

Tugir þúsunda sulla á Spáni

Hinn árlegi tómataslagur fór fram í smábænum Bunol á Spáni í gær. Talið er að um 40 þúsund manns hafi tekið þátt í atinu, sem felst í því að byrgja sig upp af tómötum og kasta í náungann.

Kennedy víða minnst

Öldungardeildarþingmannsins Edward Kennedy hefur víða verið minnst í dag en hann lést í nótt 77 ára að aldri. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði sig og Michelle eiginkonu sína vera afar sorgmædd. Edward hafa verið góður vinur sinn.

Lundúnaslagur innan og utan vallar

Mikil slagsmál brutust út í London í gærkvöldi þegar fótboltaliðin West Ham United og Millwall áttust við í nágrannaslag. Stuðningsmenn liðanna hafa lengi eldað grátt silfur saman. Einn maður var stunginn með hnífi fyrir utan heimavöll West Ham í austur London og að minnsta kosti tveir aðrir voru fluttir á spítala með minni sár.

Netanyahu ræðir við Mitchell

Forsætisráðherra Ísraels Benjamin Netanyahu heldur áfram viðræðum sínum við vesturveldin í London í dag.

Danskir handrukkarar ætluðu að drepa fórnarlömbin með heróíni

Fimm karlar og ein kona sæta nú yfirheyrslum í Danmörku en þau eru grunuð um að hafa lagt á ráðin um að drepa konu og karl sem þau töldu að skulduðu sér peninga. Sexmenningarnir rændu parinu á á mánudagskvöld og keyrðu þau upp í sveit. Lögregla telur að þar hafi fólkið ætlað að myrða fórnarlömb sín með því að dæla í þau of stórum skömmtum af Heróíni.

Mannýgar beljur í Bretlandi

Kýr hafa orðið fjórum að bana á Bretlandseyjum síðustu tvo mánuði. Samtök kúabænda í Bretlandi hafa vegna þessa sent frá sér aðvörun til fólks um að passa sig á gripunum en í flestum tilvikum var um fólk að ræða sem var úti að ganga með hundana sína.

Andstætt stjórnarskrá að refsa fyrir maríjúanareykingar

Hæstiréttur í Argentínu hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé brot á stjórnarskrá landsins að refsa fólki fyrir að nota eiturlyfið Maríjúana. Fimm ungir menn voru handteknir í landinu með marijúnasígarettur, eða jónur, í vösum sínum.

Edward Kennedy er látinn

Bandaríski Öldungadeildarþingmaðurinn Edward Kennedy er látinn, 77 ára að aldri. Edward háði harða baráttu við krabbameinsæxli í heila sem að lokum dró hann til dauða. Hann var bróðir forsetans fyrrverandi, John F. Kennedy og var kjörinn í öldungadeildina árið 1962 þar sem hann tók við af bróður sínum sem hætti til þess að gerast forseti.

Karzai og Abdullah jafnir

Samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum úr forsetakosningunum í Afganistan, sem haldnar voru í síðustu viku, eru líkur á því að halda þurfi aðra umferð kosninganna taldar hafa aukist mjög.

Gervihnöttur fór ranga leið

Suður-Kóreubúar sendu á loft fyrstu geimflaug sína í gær. Geimskotið heppnaðist vel, en gervihnöttur sem skotið var á loft með flauginni og átti að fara á braut umhverfis jörðu rataði ekki rétta leið.

Skógar sækja á vegna hlýnunar

Hlýnun jarðar hefur orðið þess valdandi að tré skjóta nú rótum á svæðum þar sem áður var of kalt til að þau gætu þrifist. Þetta er niðurstaða fyrstu rannsóknarinnar sem gerð hefur verið á áhrifum loftslagsbreytinga á trjálínur, ystu mörk þeirra svæða þar sem skógar fást þrifist.

Nouri al-Maliki einn á báti

Tveir stærstu flokkar sjía-múslima á Íraksþingi hafa myndað með sér bandalag, ásamt litlum flokkum súnní-múslima, en í andstöðu við Nouri al-Maliki, forsætisráðherra, sem sjálfur er sjía-múslimi og hefur til þessa notið stuðnings flokka sjía á þinginu.

Þótti fagnaðarlætin við heimkomu Lockerbie morðingjans ógeðfelld

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir að fagnaðarlætin við heimkomu hryðjuverkamannsins Abdulbaset Ali Mohmed al Megrahi til Líbýu hafa verið einkar ógeðfelld. Hingað til hefur Brown farið eins og köttur í kringum heitan graut og ekki fengist til tjá sig um málið.

Brown ræðir við Netanyahu

Gordon Brown forsætisráðherra Breta ætlar að hitta Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraela í dag til að ræða friðarferlið í Mið-Austurlöndum.

Ísraelar gera loftárás á smyglaragöng

Að minnsta kosti þrír palestínumenn létu lífið í loftárás Ísraela sem gerð var í morgun. Margir eru slasaðir að sögn sjónarvotta en árásin varð gerð á undirgöng sem liggja frá Gaza svæðinu og yfir til Egyptalands. Árásin er gerð í kjölfar þess að eldflaug var skotið á Suður-Ísrael í gær með þeim afleiðingum að einn hermaður slasaðist. Undirgöngin munu hafa verið notuð til að smygla vopnum inn á Gaza.

Legið með Marylin til eilífðarnóns

Fyrir 590 milljónir króna getur maður legið fyrir ofan Marylin Monroe til eilífðarnóns. Kynbomban Marylin Monroe er grafin í Westwood kirkjugarðinum í Los Angeles í eins konar grafhýsi þar sem kistum hinna látnu er komið fyrir í skápum hver ofan á annari.

Fylgi Verkamannaflokksins í sögulegu lágmarki

Breski íhaldsflokkurinn hefur sextán prósenta forystu á Verkamannaflokk Gordons Brown ef marka má nýja skoðanakönnunn sem birt er í dagblaðinu Guardian í dag. 41 prósent kjósenda segist ætla að kjósa íhaldsmenn í næstu kosningum en aðeins 25 prósent Verkamannaflokkinn.

Tóbaksrisi dæmdur til að greiða skaðabætur

Kviðdómur í Bandaríkjunum hefur dæmt tóbaksrisann Philp Morris til þess að greiða dóttur konu sem sem lést úr lungnakrabba af völdum reykinga tæpar 14 milljónir dollara í skaðabætur. Það samsvarar tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna.

Sérstakur saksóknari skipaður vegna yfirheyrsluaðferða CIA

Bandaríkjamenn hafa skipað sérstakan saksóknara sem ætlað er að rannsaka ásakanir þess efnis að leyniþjónustan CIA hafi níðst á mönnum sem grunaðir voru um hryðjuverk. Skipun saksóknarans, Johns Durham, kemur í kjölfar þess að skýrsla sem varpar ljósi á afar óhefðbundnar yfirheyrsluaðferðir leyniþjónustunnar var gerð opinber.

Geimskoti frestað vegna veðurs

Bandaríska geimferðastofnunin frestaði í morgun flugtaki geimferjunnar Discovery vegna slæms veðurs á Canaveral höfða í Flórída. Næsta tækifæri til geimskots er eftir sólarhring. Ferjan á að fara með sjö manna áhöfn í þrettán daga ferð til alþjóðlegu geimstöðvarinnar með vistir og varahluti. Auk hinna mennsku geimfara verða nokkrar mýs með í för, sem nota á til rannsókna á þéttleika beina.

Keyrði framan á lögreglubíl

Sjötug kona lét lífið á Norður Sjálandi í Danmörku í nótt þegar hún ók bifreið sinni á fullri ferð framan á lögreglubíl sem var að koma úr gagnstæðri átt.

Ellefu létust í gassprengingu

Að minnsta kosti ellefu létust og þriggja er saknað eftir gas sprengingu í kolanámu í Shanxi héraði í kína í morgun. Sextán námamenn voru við vinnu í göngunum þegar sprengingin varð. Tveimur var bjargað að sögn kínverskra miðla en óttast er um afdrif hinna.

Réttarhöld hafin í Íran

Réttarhöld hófust í dag í Teheran höfuðborg Írans yfir nokkrum mönnum sem ákærðir eru fyrir að kynda undir óróleika í landinu í kjölfar forsetakosninganna sem fram fóru í júní.

Vill fréttina fordæmda

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir að sænsk stjórnvöld hafi farið yfir strikið með því að neita að fordæma frétt í sænska dagblaðinu Aftonbladet, þar sem sagt var frá grunsemdum Palestínumanna um að ísraelskir hermenn hefðu drepið Palestínumenn til að selja úr þeim líffæri.

MacAskill ver ákvörðun sína

Kenny MacAskill, dómsmálaráðherra Skotlands, varði á skoska þinginu í gær ákvörðun sína um að leysa úr haldi Líbíumanninn Abdel Baset al-Megrahi, dauðvona mann sem hafði afplánað átta ár af lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að Lockerbie-málinu.

Baráttan við eldana enn erfið

Örþreyttir slökkviliðsmenn og sjálfboðaliðar unnu baki brotnu í gær, fjórða daginn í röð, við að halda skógareldum við útjaðar Aþenu í skefjum. Aukin aðstoð frá öðrum ríkjum barst í gær, bæði flugvélar sem dreifa vatni og liðsauki í slökkvistarfið.

Refsiaðgerðum ekki aflétt

Bandaríkin og Suður-Kórea ætla að halda áfram að framfylgja refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu, þrátt fyrir sáttaviðleitni sem birst hefur í verkum Norður-Kóreu undanfarið.

Bandaríkjamenn æfir út í Skota

Bandaríkjamenn eru æfir eftir að Skotar slepptu Abdel Baset al-Megrahi úr fangelsi en hann var dæmdur fyrir að granda farþegaþotu yfir Lockerbie árið 1988. Alls létust 270 manns þegar flugvélin sprakk. Þá létust einnig íbúar fjölbýlishús sem þotan hrapaði á.

Hótuðu að nauðga mömmu hryðjuverkaleiðtoga

Óhugnanlegar yfirheyrsluaðferðir hafa verið afhjúpaðar eftir að skýrsla um yfirheyrslur yfir hryðjuverkamönnum var birt á dögunum. Þar kom fram að starfsmaður bandarísku leyniþjónustunnar hafi hótað að myrða börn Khalid Sheikh Mohammed, en hann hefur verið sakaður um að hafa skipulagt hryðjuverkin þann 11. september árið 2001.

Fídel í fínu formi

Fyrrverandi leiðtogi Kúbu, Fídel Castro, birtist landsmönnum óvænt í sjónvarpi í gærkvöldi í fyrsta sinn í rúmt ár.

Tugir taldir vera í leynifangelsum

Bandaríski herinn hefur byrjað að gefa Rauða krossinum upp nöfn fanga í leynifangelsum í Írak og Afganistan. Fangarnir eru allir grunaðir um að tengjast hryðjuverkasamtökum en Rauði krossinn hefur þrýst lengi á varnarmálaráðuneyti Banda­ríkjanna um að fá þessar upplýsingar.

Eystrasaltsríki fögnuðu upphafi sjálfstæðisbaráttu

Mikil hátíðarhöld voru í Eystrasaltsríkjunum þremur um helgina. Tuttugu ár eru liðin í dag frá því að ótal Eistar, Lettar og Litháar tóku höndum saman og kröfðust með táknrænum hætti sjálfstæðis frá Sovétmönnum.

Sjá næstu 50 fréttir