Erlent

Bandaríkjamenn æfir út í Skota

Lockerbie.
Lockerbie.

Bandaríkjamenn eru æfir eftir að Skotar slepptu Abdel Baset al-Megrahi úr fangelsi en hann var dæmdur fyrir að granda farþegaþotu yfir Lockerbie árið 1988. Alls létust 270 manns þegar flugvélin sprakk. Þá létust einnig íbúar fjölbýlishús sem þotan hrapaði á.

Megrahi var látinn laus af mannúðarástæðum en hann er með banvænt krabbamein.

Stór hluti þeirra sem fórust í vélinni voru Bandaríkjamenn.

Samkvæmt skoðanakönnun sem Rasmussen reports framkvæmdi á dögunum þá eru 82 prósent Bandaríkjamanna ósáttir við ákvörðun skoskra yfirvalda. Þá skiptir engu hvort viðkomandi aðhyllist Repúblikanaflokknum eða Demókrötum.

Rasmussen ræddi við 1000 Bandaríkjamenn á laugardag og sunndag og þetta var niðurstaðan. Það var FOX news sem greindi frá niðurstöðunni.

Þjóðþekkti Bandaríkjamenn hafa gagnrýnt ákvörðunina. Meðal annars forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, Robert Mueller.

Samkvæmt Fox þá eru skekkjumörk könnunarinnar þrjú prósent.

Megrahi var fagnað sem þjóðhetju þegar hann snéri til Líbýu á dögunum. Skosk yfirvöld hafa verið sökuð um að hafa gert leynilegan samning undir borðið í stað þess að sleppa Megrahi. Þessu neita yfirvöld staðfastlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×