Erlent

Sitja fastir í störfum vegna atvinnuástands

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Fjölmargir Bandaríkjamenn sitja fastir í störfum sem þeir eru hundóánægðir með en komast hvorki lönd né strönd vegna atvinnuleysis en fjórtán og hálf milljón Bandaríkjamanna er nú án atvinnu. Þetta kemur fram í rannsókninni Eitraður vinnustaður, eða Toxic Workplace, þar sem rætt var við 400 yfirmenn í bandarískum fyrirtækjum. Segjast 64 prósent þeirra vinna við aðstæður sem séu þeim lítt þóknanlegar. Önnur könnun meðal almennra starfsmanna leiddi í ljós að 18 prósent ætli sér að skipta um vinnuveitanda þegar landið fer að rísa og 14 prósent hyggist skipta um starfsgrein.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×