Erlent

Réttarhöld hafin í Íran

Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.
Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans.

Réttarhöld hófust í dag í Teheran höfuðborg Írans yfir nokkrum mönnum sem ákærðir eru fyrir að kynda undir óróleika í landinu í kjölfar forsetakosninganna sem fram fóru í júní.

Þetta er fjórða réttarhaldið sem farið er af stað með en réttað er yfir mörgum sakborningum í einu.

Á meðal þeirra sem ákærðir eru núna eru nokkrir háttsettir fyrrverandi aðilar að ríkisstjórnum í landinu, þar á meðal menn sem gegndu eitt sinn stöðum aðstoðar innanríkis- og utanríkisráðherra. Þá er fyrrverandi talsmaður ríkisstjórnar Íran einnig fyrir rétti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×