Erlent

Geimskoti frestað vegna veðurs

Geimskutlan Discovery á braut um jörðu.
Geimskutlan Discovery á braut um jörðu.
Bandaríska geimferðastofnunin frestaði í morgun flugtaki geimferjunnar Discovery vegna slæms veðurs á Canaveral höfða í Flórída. Næsta tækifæri til geimskots er eftir sólarhring. Ferjan á að fara með sjö manna áhöfn í þrettán daga ferð til alþjóðlegu geimstöðvarinnar með vistir og varahluti. Auk hinna mennsku geimfara verða nokkrar mýs með í för, sem nota á til rannsókna á þéttleika beina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×