Erlent

Refsiaðgerðum ekki aflétt

Bandaríkin og Suður-Kórea ætla að halda áfram að framfylgja refsiaðgerðum Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu, þrátt fyrir sáttaviðleitni sem birst hefur í verkum Norður-Kóreu undanfarið.

Norður-Kórea hefur meðal annars látið lausan úr fangelsi suður-kóreskan blaðamann, aflétt að nokkru hömlum af ferðum Suður-Kóreubúa yfir landamærin og lofað að halda áfram samvinnuverkefnum, sem legið höfðu niðri.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×