Erlent

Kennedy víða minnst

Öldungardeildarþingmannsins Edward Kennedy hefur víða verið minnst í dag en hann lést í nótt 77 ára að aldri. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði sig og Michelle eiginkonu sína vera afar sorgmædd. Edward hafa verið góður vinur sinn.

Edward háði harða baráttu við krabbameinsæxli í heila sem að lokum dró hann til dauða. Hann var bróðir forsetans fyrrverandi, John F. Kennedy og var kjörinn í öldungadeildina árið 1962 þar sem hann tók við af bróður sínum sem hætti til þess að gerast forseti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×