Erlent

Dalai Lama fær að heimsækja Taívan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Dalai Lama.
Dalai Lama. MYND/AP

Stjórnvöld í Taívan lýstu því yfir í morgun að þau hygðust heimila Dalai Lama, leiðtoga Tíbeta, að heimsækja Taívan til að biðja fyrir fórnarlömbum hvirfilbylsins Morakot sem gekk yfir eyjuna 8. ágúst og varð yfir 400 manns að bana. Líklegt þykir þó að kínversk stjórnvöld muni ygla sig yfir þessu en þau líta á Taívan sem kínverskt hérað þótt eyjarskeggjar lúti eigin stjórn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×