Erlent

Gervihnöttur fór ranga leið

Flauginni skotið á loft Fyrsta geim-skot Suður-Kóreu heppnaðist að hluta.
fréttablaðið/AP
Flauginni skotið á loft Fyrsta geim-skot Suður-Kóreu heppnaðist að hluta. fréttablaðið/AP

Suður-Kóreubúar sendu á loft fyrstu geimflaug sína í gær. Geimskotið heppnaðist vel, en gervihnöttur sem skotið var á loft með flauginni og átti að fara á braut umhverfis jörðu rataði ekki rétta leið.

Geimskotinu hefur verið frestað nokkrum sinnum síðan í júlí, þegar fyrst átti að reyna það.

Suður-Kórea hefur síðan 1992 sent ellefu gervihnetti út í geiminn, en aldrei áður hefur þeim verið skotið upp frá Suður-Kóreu, heldur verið notast við geimflaugar annarra ríkja. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×