Erlent

Kínverjar hvetja til líffæragjafar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Huang Jiefu, heilbrigðisráðherra Kína.
Huang Jiefu, heilbrigðisráðherra Kína.

Kínverjar hafa hleypt af stokkunum líffæragjafaráætlun sem þeir vonast til að muni draga úr svartamarkaðsbraski með líffæri og hvetja almenning til að gefa líffæri. Lítið hefur verið um að fólk gefi líffæri að eigin frumkvæði í Kína en það gerðu aðeins 36 manns síðasta árið af 1,3 milljarða þjóð. Kínverjar hafa löngum treyst á líflátna fanga sem helstu uppsprettu líffæra handa þeim sem þau þurfa og hafa í staðinn uppskorið harkalega gagnrýni ýmissa mannréttindasamtaka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×