Erlent

Netanyahu ræðir við Mitchell

MYND/AP

Forsætisráðherra Ísraels Benjamin Netanyahu heldur áfram viðræðum sínum við vesturveldin í London í dag.

Netanyahu mun í dag fara á fund George Mitchells erindreka Bandaríkjastjórnar í Mið Austurlöndum og er búist við því að rætt verði um landnemabyggðir Ísraela á vesturbakkanum. Forsætisráðherrann hitti í gær kollega sinn Gordon Brown og á þeim fundi lofaði Netanyahue því að engar nýjar landnemabyggðir yrðu reistar.

Bandaríkjamenn og Bretar hafa upp á síðkastið sett aukinn þrýsting á Ísreala um að hætta við frekari útþennslu landnemabyggðanna. Ísraelar hafa þó dregið lappirnar og segja að ekki megi koma í veg fyrir náttúrulegan vöxt byggðanna eins og þeir kalla það.

Annað hljóð virðist nú komið í strokkinn og segja stjórnmálaskýrendur að útlit sé nú fyrir að hægt verði að hefja á ný friðarviðræður á milli Ísraela og Palestínumanna. Að fundi loknum heldur Netanyahu til Berlínar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×