Erlent

Sérstakur saksóknari skipaður vegna yfirheyrsluaðferða CIA

Guantanamo fangabúðirnar.
Guantanamo fangabúðirnar.

Bandaríkjamenn hafa skipað sérstakan saksóknara sem ætlað er að rannsaka ásakanir þess efnis að leyniþjónustan CIA hafi níðst á mönnum sem grunaðir voru um hryðjuverk. Skipun saksóknarans, Johns Durham, kemur í kjölfar þess að skýrsla sem varpar ljósi á afar óhefðbundnar yfirheyrsluaðferðir leyniþjónustunnar var gerð opinber.

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að grunuðum mönnum hafi verið hótað því að börnin þeirra yrðu myrt og mæðrum þeirra nauðgað. Skýrslan var gerð árið 2004 en leynd hefur hvílt yfir stærstum hluta hennar þar til nú. Að minnsta kosti tólf mál þar sem yfirvöld hafa verið sökuð um pyntingar við yfirheyrslur verða nú tekin upp að nýju.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×