Erlent

MacAskill ver ákvörðun sína

Kenny MacAskill
Kenny MacAskill

Kenny MacAskill, dómsmálaráðherra Skotlands, varði á skoska þinginu í gær ákvörðun sína um að leysa úr haldi Líbíumanninn Abdel Baset al-Megrahi, dauðvona mann sem hafði afplánað átta ár af lífstíðarfangelsi fyrir aðild sína að Lockerbie-málinu.

Hins vegar harmaði MacAskill þær höfðinglegu móttökur sem al-Megrahi fékk í Líbíu. Þær hafi stangast á við loforð Líbíustjórnar.

„Með þessu var fjölskyldum hinna 270 fórnarlamba í Lockerbie hvorki sýnd samúð né nærgætni,“ sagði hann.

Þingið var sérstaklega kallað saman í gær vegna harðra viðbragða frá Bandaríkjunum við því að al-Megrahi var látinn laus á föstudag.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×