Erlent

Talið styttast í nýja smátölvu

Steve Jobs Aðdáendur hans bíða jafnan spenntir þess að hann kynni næstu tækninýjungina.nordicphotos/AFP
Steve Jobs Aðdáendur hans bíða jafnan spenntir þess að hann kynni næstu tækninýjungina.nordicphotos/AFP

Aðdáendur Steves Jobs, framkvæmdastjóra Apple, bíða eftir því að hann kynni nýjung sem muni breyta heiminum.

Að þessu sinni gengur orðrómur á Netinu um að í næsta mánuði komi fram nýstárleg smátölva, sem verður búin snertiskjá í stað lyklaborðs. Hún sé nógu öflug til þess að notendur geti vafrað á vefnum, lesið dagblöð og horft á bíómyndir, en engu að síður nógu lítil til að hægt sé að smeygja henni í handtöskur. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×