Erlent

Lundúnaslagur innan og utan vallar

Mikil slagsmál brutust út í London í gærkvöldi þegar fótboltaliðin West Ham United og Millwall áttust við í nágrannaslag. Stuðningsmenn liðanna hafa lengi eldað grátt silfur saman. Einn maður var stunginn með hnífi fyrir utan heimavöll West Ham í austur London og að minnsta kosti tveir aðrir voru fluttir á spítala með minni sár.

Sá stungni er sagður vera í stöðugu ástandi. Slagsmálin stóðu í rúmar fimm klukkustundir og rúmlega 200 óeirðalögreglumenn og 20 lögreglumenn á hestum reyndu að hemja óeirðaseggina.

Inni á vellinum kom einnig til vandræða þegar stuðningsmenn West Ham ruddust inn á völlinn í miðjum leik. Af leiknum er hins vegar það að segja að West Ham sigraði 2-1 framlengingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×