Erlent

Slapp frá mannræningjum með því að drepa þá

Sómalskir uppreisnarmenn gráir fyrir járnum.
Sómalskir uppreisnarmenn gráir fyrir járnum. MYND/AP

Franskur öryggisráðgjafi sem verið hefur í haldi mannræningja í Sómalíu síðastliðinn mánuð náði í gær að sleppa úr höndum ræningjanna.

Þetta staðfesta sómölsk yfirvöld en félagi mannsins er enn í haldi íslamskra uppreisnarmanna.

Flóttinn var eins og í bandarsískri hasarmynd en maðurinn drap þrjá mannræningja áður en hann komst undan og leitaði hælis í forsetahöll landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×