Erlent

Kviknaði í manni eftir rafstuð frá lögreglu

Daniel Wood var í tómu rugli þegar hann var handsamaður.
Daniel Wood var í tómu rugli þegar hann var handsamaður.

Lögreglan í Ohio kveikti óvart í hinum heimilislausa Daniel Wood á dögunum þegar þeir gáfu honum rafstuð með sérstökum rafbyssum.

Daniel, sem er 31 árs gamall, hafði sniffað gas fyrr um kvöldið. Hann var í svo mikilli vímu að hann hljóp út á götu. Lögreglumennirnir veittu honum þá eftirför.

Að lokum tókst öðrum lögreglumanninum að fella Daniel. Hann brást þó hinn versti við og streittist á móti. Það var þá sem félagi lögreglumannsins greip til rafbyssunnar og skaut Daniel með rafmagninu.

Lögreglumönnunum til mikillar furðu kviknaði í Daniel. Efri búkurinn logaði en lögreglumennirnir náðu þó að slökkva fljótlega eldinn.

Daniel lifir en brann þó ansi illa á öðrum helmingi líkamans. Hann játaði að hafa verið að sniffa gas.

Þess má geta að uppi voru hugmyndir um að láta lögregluna á Íslandi vopnast svipuðum rafbyssum og um ræðir í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×