Erlent

Fullyrt að poppgoðið hafi verið myrt

Michael Jackson dó ekki af náttúrunnar völdum. Lögreglan rannsakar morð.
Michael Jackson dó ekki af náttúrunnar völdum. Lögreglan rannsakar morð.

Poppgoðið Michael Jackson var með banvænan skammt af deyfilyfinu Propofol í líkama sínum þegar hann lést samkvæmt fréttavef BBC.

Þetta kom í ljós nú í kvöld eftir að krufningaskýrslur voru gerðar opinberar.

Michael lést þann 25. júní síðastliðinn úr hjartaáfalli. Nú hefur komið í ljós að lyfin drógu hann til dauða.

Læknirinn hans, Conrad Murray, hefur verið yfirheyrður tvívegis af lögreglunni en hann er ekki kominn með réttarstöðu grunaðs manns samkvæmt fréttavef BBC.

Murray hefur hinsvegar játað fyrir lögreglunni að hann gaf honum lyfið vegna meðferðar við svefnleysi sem hrjáði poppsöngvarann.

Murray var heima hjá Jackson þegar hann lést. Það var hann sem hringdi á neyðarlínuna og reyndi lífgunartilraunir áður en sjúkrabíl bar að.

Michael Jackson var hinsvegar úrskurðaður látinn þegar hann kom á spítala.

Samkvæmt fréttavef USA Today þá er fullyrt að lögreglan rannsaki andlát Jacskons sem morð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×