Erlent

Fylgi Verkamannaflokksins í sögulegu lágmarki

Enn sígur á ógæfuhliðina hjá Gordon Brown.
Enn sígur á ógæfuhliðina hjá Gordon Brown.

Breski íhaldsflokkurinn hefur sextán prósenta forystu á Verkamannaflokk Gordons Brown ef marka má nýja skoðanakönnunn sem birt er í dagblaðinu Guardian í dag. 41 prósent kjósenda segist ætla að kjósa íhaldsmenn í næstu kosningum en aðeins 25 prósent Verkamannaflokkinn.

Frjálslyndir demókratar mælast síðan með 19 prósent og aðrir flokkar með 14 prósent. Þetta þykir vera áfall fyrir Verkamannaflokkinn sem hafði sýnst vera á uppleið í könnunum sem gerðar voru í sumar en nú virðist sem íhaldsmenn séu að sækja í sig veðrið á ný og hefur Verkamannaflokkurinn aldrei mælst lægri í könnunum Guardian.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×