Erlent

Tóbaksrisi dæmdur til að greiða skaðabætur

Kviðdómur í Bandaríkjunum hefur dæmt tóbaksrisann Philp Morris til þess að greiða dóttur konu sem sem lést úr lungnakrabba af völdum reykinga tæpar 14 milljónir dollara í skaðabætur. Það samsvarar tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna.

Kviðdómendur komust að þessari niðurstöðu í gær en móðir konunnar var 64 ára gömul þegar hún lést. Hún hafði þá reykt í 47 ár. Tóbaksfyrirtækið hélt uppi vörnum og benti á að konan hefði getað hætt að reykja hvenær sem er. Þetta er í annað sinn sem réttað er í málinu.

Fyrirtækið tapaði fyrra málinu einnig og átti að borga tæpað 30 milljónir dollara í bætur. Áfrýjunardómstóll sagði upphæðina of háa og því var réttað á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×