Erlent

Eystrasaltsríki fögnuðu upphafi sjálfstæðisbaráttu

Guðjón Helgason skrifar
Fánum ríkjanna skeytt saman.
Fánum ríkjanna skeytt saman.

Mikil hátíðarhöld voru í Eystrasaltsríkjunum þremur um helgina. Tuttugu ár eru liðin í dag frá því að ótal Eistar, Lettar og Litháar tóku höndum saman og kröfðust með táknrænum hætti sjálfstæðis frá Sovétmönnum.

Hátíðarhöldin hófust raunar í gær þegar vélhjólamenn og hlauparar frá ríkjunum þremur fóru sexhundruð fjörutíu og fjögurra kílómetra leiðina þar sem fólk stóð hlið við hlið, hönd í hönd fyrir nákvæmlega tuttugu árum í dag og krafðist þess að ríkin þrjú, Eitland, Lettland og Litháen fengju sjálfstæði frá Sovétríkjunum.

Er sú mannlega keðja talin upphafið að sjálfstæðibaráttu ríkjanna en daginn sem hún var mynduð var nákvæmlega hálf öld liðin frá því Þjóðverjar og Sovétmenn skiptu með sér Evrópu og Eystrasaltsríkin færð Stalín sem innlimaði þau í Sovétríkin tæpu ári síðar.

Alls þessa var síðan minnst í Litháen í dag þegar forsætisráðherrar ríkjanna þriggja komu saman til hátíðarhalda.

Litháen varð síðan fyrst Eystrasaltsríkjanna til að lýsa yfir sjálfstæði tæpum sjö mánuðum síðar og Íslendingar fyrstir til að viðurkenna það.

Alheimskreppan hefur leikið Eystrasaltslöndin grátt en forsætisráðherrann er sannfærður um að framtíð ríkjanna sé björt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×