Erlent

Skógar sækja á vegna hlýnunar

Hlýnun jarðar hefur orðið þess valdandi að tré skjóta nú rótum á svæðum þar sem áður var of kalt til að þau gætu þrifist. Þetta er niðurstaða fyrstu rannsóknarinnar sem gerð hefur verið á áhrifum loftslagsbreytinga á trjálínur, ystu mörk þeirra svæða þar sem skógar fást þrifist.

Rannsóknin tók til 166 svæða í heiminum og er niðurstaðan sú að í helmingi tilvika hafa tré dreift úr sér víðar en áður, og oft hærra yfir sjávarmál, en einungis á tveimur stöðum höfðu skógarnir hopað.

Vísindamenn undrast þó nokkuð að þessa breytingu virðist mega rekja til hitabreytinga að vetri til, en ekki að sumri eins og fyrir fram var ætlað. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×