Erlent

Tugir þúsunda sulla á Spáni

Á floti í tómatsulli Ekki er annað að sjá en fólk skemmti sér vel.
fréttablaðið/AP
Á floti í tómatsulli Ekki er annað að sjá en fólk skemmti sér vel. fréttablaðið/AP

Hinn árlegi tómataslagur fór fram í smábænum Bunol á Spáni í gær. Talið er að um 40 þúsund manns hafi tekið þátt í atinu, sem felst í því að byrgja sig upp af tómötum og kasta í náungann.

Afraksturinn var sá að götur bæjarins fylltust af tómatmauki, sem fólk skemmti sér hið besta við að atast í.

Sextíu og fjögur ár er síðan íbúar bæjarins tóku fyrst upp á þessu, en atið á sér rætur í því að krakkar fóru að leika sér að kasta mat hvert í annað.

Slagurinn sjálfur stóð yfir í um klukkustund, en vinsældir hans aukast ár frá ári.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×