Erlent

Breskir ráðherrar funduðu með Líbýumönnum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Al Megrahi.
Al Megrahi.

Fjórir ráðherrar breska Verkamannaflokksins áttu fundi með líbýskum ráðamönnum skömmu áður en Lockerbie-sprengjumanninum, Ali Mohamed al Megrahi, var sleppt úr fangelsi af mannúðarástæðum. Meðal ráðherranna var utanríkisráðherrann Bill Rammel sem fór til Líbýu í febrúar á þessu ári. Breska blaðið Telegraph segir nú grun leika á því hvort breskir ráðamenn hafi gert einhvers konar samkomulag við líbýsk stjórnvöld, til dæmis viðskiptasamninga af einhverju tagi, gegn því að Megrahi yrði veitt frelsi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×