Erlent

Keyrði framan á lögreglubíl

mynd úr safni

Sjötug kona lét lífið á Norður Sjálandi í Danmörku í nótt þegar hún ók bifreið sinni á fullri ferð framan á lögreglubíl sem var að koma úr gagnstæðri átt.

Tveir lögreglumenn sem voru í lögreglubílnum voru fluttir á slysadeild en danskir miðlar segja meiðsli þeirra ekki mjög alvarleg. Konan virðist hafa farið yfir á rangan vegarhelming með þessum afleiðingum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×