Erlent

Brown ræðir við Netanyahu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Netanyahu hittir Brown í dag.
Netanyahu hittir Brown í dag.
Gordon Brown forsætisráðherra Breta ætlar að hitta Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraela í dag til að ræða friðarferlið í Mið-Austurlöndum. Líklegt er að á fundinum, sem fram fer í forsætisráðherrabústaðnum í Lundúnum, muni Brown þrýsta á Netanyahu um að Ísraelar hægi á sér í landvinningum sínum. Eftir því sem fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins er Netanyahu á fjögurra daga ferðalagi um Evrópu. Gert er ráð fyrir að hann muni jafnframt hitta Angelu Merkel kanslara Þýskalands og George Mithcell friðarerindreka frá Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×