Erlent

Telja óráðlegt að flugfélög hækki innritunargjöld

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Greinendur flugmála í Bandaríkjunum telja það óráðlegt af flugfélögum að hækka gjaldið fyrir innskráningu farangurs í flug en Continental Airlines og fleiri flugfélög hafa nú boðað hækkun gjaldsins innan tíðar. Eftir hækkunina mun kosta 20 dollara, eða um 2.600 krónur, að skrá eina tösku inn og 30 dollara að skrá þá næstu inn. Greinendur segja flugfélögin munu fæla frá sér viðskiptavini ætli þau sér að okra svo á þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×