Fleiri fréttir

Þriggja daga þjóðarsorg í Taívan

Þriggja daga þjóðarsorg hófst í Taívan í gær. Flaggað er í hálfa stöng til að minnast þeirra sem létu líf sitt í fellibylnum Morakot.

Heppinn ítali vann tugi milljarða í lottó

Heppinn Ítali vann einar 146,9 milljónir evra í ofurlóttóinu Suprenalotto sem rekið er af ríkinu. Andvirði vinningsins er meira en 26 milljarðar íslenskra króna.

Hæ, ég er með kynsjúkdóm

Brasilíska heilbrigðisráðuneytið hefur útbúið heimasíðu sem gerir fólki kleift að láta elskhuga sína vita af kynsjúkdómasmiti með tölvupóstkorti.

Segja töluvert um svik í forsetakosningum Afganistan

Afganskir kosningaeftirlitsmenn segja að töluvert hafi verið um svik í forsetakosningunum í Afganistan á fimmtudaginn. Evrópusambandið telur að kosningarnar hafi ekki verið að fullu fjrálsar en að mestu réttlátar.

Um helmingur treystir Obama

Tæpur helmingur Bandaríkjamanna, um 49 prósent þeirra sem tóku þátt í nýrri skoðanakönnun, segist trúa því að Barack Obama Bandaríkjaforseti muni taka réttar ákvarðanir.

Þrettán hundruð börn með blýeitrun

Meira en þrettán hundruð börn hafa greinst með blýeitrun vegna mengunar frá manganbræðslu í bænum Wenping í Hunan-héraði. Aðeins fáeinir dagar eru frá því hundruð manna greindust með blýeitrun vegna mengunar frá annarri verksmiðju í Kína.

Tveir segjast vera sigurvegarar

Bæði Hamid Karzai, núverandi forseti, og Abdullah Abdullah, fyrrverandi utanríkisráðherra í stjórn Karzais, sögðust í gær sannfærðir um að hafa unnið sigur í forsetakosningunum í Afganistan sem haldnar voru daginn áður.

Bílaumferð eyðileggur kynlífið

Bílaumferð virðist hafa afar slæm áhrif á kynlíf trjáfroska sem búa í námunda við borgir og bæi í Ástralíu. Ný rannsókn hefur leitt í ljós að umferðarniðurinn drekkir lostafullu kvakki karlfroskana, með hörmulegum afleiðingum.

Obama-döðlur seljast langbest

Í Mið-Austurlöndum þykja döðlur ómissandi fæða í hinum helga mánuði, ramadan, sem hefst í dag í flestum löndum múslima. Í ár seljast döðlur, sem kenndar eru við Barack Obama Bandaríkjaforseta, betur en aðrar döðlur. „Við höfum hrifist af Obama og þess vegna nefnum við bestu döðlurnar okkar í höfuðið á honum,“ segir Athif Hashim, kaupmaður í Kaíró, höfuðborg Egyptalands.

Skapaði lengsta ljóð í heimi með aðstoð Twitter

Rúmenskur vefhönnuður heldur því nú fram að hann hafi skapað lengsta ljóð í heimi. Ljóðið samanstendur af handahófskenndum Twitter skilaboðum enskumælandi notenda og er ein 364 þúsund erindi.

Skotbardagar milli lögreglu og bankaræningja í Árósum

Til skotbardaga kom milli lögregluþjóna og bankaræningja sem réðust inn í útibú Nordea bankans skammt frá Randersvej í Árósum um klukkan tíu í morgun að dönskum tíma. Lögregluhundur drapst eftir að hann varð fyrir skoti. Einn ræningjanna er í haldi lögreglunnar en talið er að þeir hafi verið fleiri og leitar lögreglan þeirra nú, meðal annars með aðstoð þyrlu. Talið er að ræningjarnir séu frá Litháen.

Lockerbie morðingi fékk konunglegar móttökur í Líbíu

Aðstandendur þeirra sem létust í Lockerbie ódæðinu eru ævareiðir yfir því að maðurinn sem sprengdi farþegaþotu í loft upp árið 1988 skuli vera frjáls maður. Honum var fagnað sem hetju við heimkona til Líbíu í gærkvöldi.

Talning hafin í Afganistan

Talning atkvæða er hafin í kjölfar forsetakosninga í Afganistan sem haldnar voru í landinu í gær. Milljónir Afgana létu hótanir um ofbeldi á kjörstað ekki aftra sér frá því að mæta en þetta er í annað sinn sem Afganar ganga að kjörborðinu eftir að Talíbanar voru hraktir frá völdum í landinu.

Hýdd fyrir að fá sér bjórglas

Fyrirsæta ein í Malasíu er fyrsta konan í sögu landsins sem dæmd hefur verið til þess að hljóta sex vandarhögg fyrir að drekka bjór á almannafæri. Dómurinn var felldur af Sharía dómstól landsins en fyrirsætan sjálf hefur nú krafist þess að dómnum verði framfylgt á almannafæri.

Strax færð til yfirheyrslu

Ellefu menn úr áhöfn rússneska flutningaskipsins Arctic Sea voru samstundis færðir til yfirheyrslu eftir að áhöfnin kom til Moskvu með flugi í gær.

Skotárás á Norðurbrú í Kaupmannahöfn

Óeinkennisklæddur lögreglumaður er særður eftir skotárás við Jægersborggade á Norðurbrú í Kaupmannahöfn fyrr í kvöld. Maðurinn hlaut skotsár á handlegg og maga. Árásin átti sér stað í hverfi þar sem fíkniefnasalar og glæpagengi ráða ríkjum.

Kosningaþáttaka dræm í Afganistan

Kjörstöðum hefur nú verið lokað í Afghanistan en í dag fóru fram forsetakosningar í landinu. Ofbeldi og hótanir öfgamanna vörpuðu þó ákveðnum skugga á kosningadaginn.

Cameron fordæmdir lausn Lockerbie morðingja

David Cameron, flokksleiðtogi íhaldsmanna í Bretlandi, fordæmir þá ákvörðun skoskra yfirvalda að sleppa Abdelbaset Ali al-Megrahi úr haldi en hann átti aðild Lockerbie ódæðinu árið 1988 en þá fórust 270 manns um borð í þotu Pan Am flugfélagsins. Cameron segir ákvörðun yfirvalda algjörlega fjarstæðukennda.

Blackwater fengið til að drepa Al Kaída menn

Bandaríska stórblaðið New York Times greinir frá því í dag að bandaríska málaliðafyrirtækið Blackwater hafi verið ráðið af bandarísku leyniþjónustunni CIA til þess að hafa uppi á og drepa hátt setta menn innan Al Kaída hryðjuverkasamtakanna.

Lockerbie morðinginn laus úr haldi

Skosk yfirvöld tilkynntu í dag þá ákvörðun sína að sleppa úr haldi hryðjuverkamanninum Al Megrai sem dæmdur var fyrir Lockerbie ódæðið þegar 270 manns fórust um borð í þotu Pan Am flugfélagsins, árið 1988. Honum veður leyft að fara til heimalands síns Líbíu en hann er sagður þjást af krabbameini í blöðruhálskirtli.

Tveir í haldi grunaðir um skartgriparánið í London

Tveir hafa verið handteknir í tengslum við gimsteinaránið sem framið var í London fyrir hálfum mánuði. Það var þann 6. ágúst síðastliðinn sem stærsta skartgriparán í sögu Bretlands var framið en þjófarnir komust á brott með skartgripi að andvirði 40 milljóna punda sem jafngildir um átta og hálfum milljarði íslenskra króna.

Kosið í skugga hótana

Forsetakosningar standa nú yfir í Afganistan en þær fara fram í skugga hótana Talíbana um að gera árásir á kjörstaði.

Internetfíkill laminn til óbóta

14 ára gamall kínverskur drengur er á gjörgæslu eftir að hafa verið barinn nær til ólífis á námskeiði sem hann var á sem ætlað var að lækna hann af Internet fíkn sinni. Frá þessu greina kínverskir miðlar í dag en stutt er síðan annar unglingur dó við svipaðar aðstæður.

Lockerbie morðingi losnar líklega í dag

Búist er við því að skosk yfirvöld tilkynni um það í dag að hryðjuverkamanninum Al Megrai sem dæmdur var fyrir Lockerbie ódæðið þegar 270 manns fórust um borð í þotu Pan Am flugfélagsins, árið 1988, verði sleppt úr haldi og hann sendur til Líbíu.

Samkynhneigðir verða fyrir árásum í Írak

Árásum á samkynhneigða karlmenn í Írak hefur fjölgað mjög í skjóli afskiptaleysis stjórnvalda. Þetta segja alþjóðlegu mannréttindasamtökin Human Rights Watch, sem hafa sent frá sér skýrslu um málið.

Kvartar undan Ban Ki-moon

Mona Juul, fastafulltrúi Noregs hjá Sameinuðu þjóðunum, gagnrýnir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra þeirra, harðlega í trúnaðarbréfi til utanríkisráðuneytis Noregs. Juul segir að Ban skorti bæði leiðtogahæfileika og persónutöfra auk þess sem hann fái hvimleið skapofsaköst.

Blaðamenn neita að hlýða stjórnvöldum

Afganskir blaða- og fréttamenn neita að verða við fyrirmælum stjórnvalda um að skýra ekki frá ofbeldisverkum frá klukkan sex að morgni til fimm síðdegis í dag, þegar gengið er til forsetakosninga í landinu.

Lautarferð sem breytti Evrópu

Í gær minntust Ungverjar þess að fyrir tuttugu árum skipulagði hópur stjórnarandstæðinga lautarferð að landamærum Austurríkis til þess að krefjast meira frelsis og aukinna samskipta við nágranna sína vestan Járntjaldsins.

Sprenging í Bagdad setur áætlanir um brotthvarf Bandaríkjahers í uppnám

Fyrirætlanir Barack Obama um að kalla allt herlið Bandaríkjanna heim frá Írak á næstu tólf mánuðum, gætu verið í hættu vegna árásarinnar sem átti sér stað í Bagdad í dag þar sem um hundrað manns létu lífið. Ekki þykir skynsamlegt að herinn fari meðan þessi skálmöld ríkir.

Stefnt að Thriller-heimsmeti í Mexíkó

Aðdáendur Michael Jacksons Í Mexíkó stefna á að setja óvenjulegt heimsmet á afmælisdegi stjörnunar sem lést á dögunum. Þann 29 ágúst næstkomandi ætla rúmlega ellefu þúsund manns að koma saman í Mexíkóborg til þess að dansa Thriller dansinn svokallaða sem Jackson dansaði í myndbandi við samnefnt lag sem festi hann í sessi sem stjórstjörnu á níunda áratugi síðustu aldar.

Hillary róar Suður-Ameríkumenn

Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna reynir nú að slá á áhyggjur ráðamanna í nokkrum ríkjum Suður Ameríku vegna áætlana Bandaríkjamanna um að koma upp herstöðvum í Kólombíu.

Sjá næstu 50 fréttir