Fleiri fréttir

al-Sadr fyrirskipar vopnahlé

Róttæki sjítaklerkurinn Múktada al-Sadr fyrirskipaði vopnahlé um allt Írak fyrir stundu. Einn nánasti aðstoðarmaður hans tilkynnti að uppreisnarhreyfing al-Sadrs hygðist hasla sér völl í írökskum stjórnmálum með friðsömum hætti.

Spellvirki á olíuleiðslum

Spellvirki á olíuleiðslum í Írak halda áfram. Í dag sprengdu skemmdarverkamenn upp olíuleiðslu við borgina Bagdad og olíuleiðsla sem lá í olíuhreinsunarstöð var skemmd í gær.

Blair í samstuði við Berlusconi

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, gengur nú haltur eftir að hafa leikið sér í fótbolta við hús sitt á Sardiníu. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að ástæðan fyrir meiðslum Berlusconi sé Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands.

Sprengiefni með handfarangri

Ekki er leitað sérstaklega að sprengiefni í handfarangri flugfarþega í Bandaríkjunum. Bandaríska dagblaðið USA Today greindi frá þessu í gær í kjölfar þess að sprengiefni hefði fundist í handfarangri tveggja kvenna sem talið er að hafi grandað tveimur rússneskum farþegaflugvélum í síðustu viku.

Ranglega greindur með alnæmi

Síðustu átta ár hefur Jim Malone, sem býr í San Francisco, átt við mikið þunglyndi að stríða enda kannski ekki nema von því hann hefur búist við því að geta dáið nánast hvenær sem er.

Fjölskylda Escobar tapar málssókn

Ellefu ára málssókn kólumbískra stjórnvalda gegn fjölskyldu fyrrverandi eiturlyfjabarónsins Pablos Escobar er nú lokið með sigri stjórnvalda. Fyrrverandi eiginkona og börn Escobars, sem var skotinn til bana árið 1993, þurfa að láta glæsilegt sveitasetur sitt af hendi til ríkisins.

Þrjú vopnuð rán á 14 dögum

Bankaræningjarnir þrír sem voru handteknir skömmu eftir að hafa rænt peningaflutningabíl á Akers bryggju í Osló eru allir meðlimir í vafasömum samtökum eða klíkum samkvæmt norska dagblaðinu Aftenposten. Ránið er þriðja vopnaða ránið í Noregi á tveimur vikum.

Útlendingar í Kabúl á nálum

Bandaríkjamönnum í Kabúl er ráðlagt að læðast með veggjum eftir að ellefu verktakar fórust í gær í mannskæðustu árás í tvö ár. Árásin var gerð á höfuðstöðvar fyrirtækis sem sér meðal annars Hamid Karzai, forseta Afganistans, fyrir lífvörðum. Útlendingar í borginni eru sagðir á nálum.

Albanar mómæla

Hópur Albana mótmæli í Kósóvó í dag og krafðist þess að komist yrði að raun um hvað varð um þúsundir Albana sem hurfu sporlaust í Kósóvó-stríðinu. 3400 manna er enn saknað, en um tíu þúsund týndu lífi í stríðinu, flestir þeirra Albanar

Mómæla umbótum

Tugir þúsunda ævareiðra Þjóðverja ruddust út á götur borga og bæja í dag til að mótmæla fyrirhuguðum umbótum á velferðarkerfinu. Schröder kanslari segir umbætur óumflýjanlegar, en almenningur skellir skollaeyrum við orðum hans.

Ræningi í helgarfríi fremur rán

Glæpamaður í helgarfríi úr fangelsi rændi ásamt nýnasista peningaflutningabíl á Aker-bryggju í Osló í nótt. Lars Hannes er leiðtogi Bandidos-gengisins í Noregi. Hann fékk leyfi til að heimsækja foreldra sína um helgina og vantaði að því er virðist skotsilfur.

Flokksþing Repúblikana hafið

Sami grautur í annarri skál eða allt önnur Ella? Það er spurningin sem fréttaskýrendur og bandarískir kjósendur spyrja sig nú í upphafi flokksþings repúblíkana í New York. Fréttaskýrendur vestra segja repúblíkana eins og álfa út úr hól í þessari afar frjálslyndu borg

Yfirburðasigur í Tsjetsjeníu

Rússneskum stjórnvöldum varð að ósk sinni þegar Alu Alkhanov var lýstur sigurvegari tsjetsjensku forsetakosninganna með nær 74 prósent greiddra atkvæða. Þessi helsti yfirmaður lögreglunnar í Tsjetsjeníu naut stuðnings stjórnvalda í Moskvu og hafa stjórnarandstæðingar kvartað undan víðfeðmu kosningasvindli.

Endanlegur sigur vinnst ekki

Baráttan gegn hryðjuverkum gerir heiminn öruggari fyrir komandi kynslóðir en ræður vart niðurlögum hryðjuverkamanna sagði George W. Bush Bandaríkjaforseti í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina. "Ég held að við getum ekki unnið baráttuna," sagði Bush.

Bush sem hinn sterki leiðtogi

George W. Bush er sterkur leiðtogi á stríðstímum er upplegg repúblikana á flokksþingi sínu sem hófst í gær. Þar er lögð áhersla á baráttuna gegn hryðjuverkum og skattalækkanir og aðgerðir í efnahagsmálum sem þeir segja forsenduna fyrir bættum efnahag Bandaríkjanna.

Lokað fyrir olíuútflutning

Uppreisnarmönnum í Írak hefur tekist að loka fyrir alla olíuflutninga frá Írak, í það minnsta út vikuna. Uppreisnarmenn hafa sprengt upp olíuleiðslur í suðurhluta landsins og þannig komið í veg fyrir að hægt sé að flytja olíu úr landinu á markaði erlendis. Þetta er mikið áfall fyrir stjórn landsins og bágborinn efnahag.

Fangi strauk af Litla-Hrauni

Fangi strauk frá Litla-Hrauni á sjöunda tímanum í kvöld og leitar fjölmennt lögreglulið hans nú.

Mannrán vegna klæðnaðar stúlkna

Forsætisráðherra Frakklands hefur kallað saman neyðarfund til að leita ráða um hvernig hægt er að frelsa tvo franska blaðamenn sem írakskur uppreisnarhópur hefur í haldi. Hópurinn krefst þess að hætt verði við að banna stúlkum að hylja hár sitt í skólum Frakklands en bannið á að taka gildi í næsta mánuði.

Sprengdi sig á kjörstað

Gríðarleg öryggisgæsla er vegna forsetakosninganna sem haldnar eru í Tsjetsjeníu í dag. Ein sprengja hefur þegar sprungið í höfuðborg landsins.

Kerry meiri hetja segir Bush

George Bush, forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi í gær að ekki væri hægt að bera saman herþjónustu sína og andstæðings hans í forsetakjörinu, Johns Kerrys; Kerry hefði sýnt meiri hetjuskap.

Fjöldi manna látinn í sprengingu

Bílsprengja sprakk fyrir utan höfuðstöðvar samtaka flóttamanna í Kabúl, höfuðborg Afganistans, fyrr í dag. Fjöldi manna er látinn en ekki liggur fyrir á þessari stundu hve mannfallið er mikið. Vitni segja að vörubíl hafi verið ekið að byggingunni og hann hafi svo sprungið stuttu síðar.

Hundruð þúsunda mótmæla í New York

Búist er við að hundruð þúsunda muni taka þátt í mótmælaaðgerðum í New York í dag þar sem stefnu George Bush Bandaríkjaforseta verður mótmælt. Mótmælin eru þegar hafin en flokksráðstefna Repúblikanaflokksins hefst í borginni á morgun.

Sjö látnir í sprengjuárásum

Að minnsta kosti þrír bandarískir lögreglukennarar og tveir afganskir lögreglumenn létust í sjálfsmorðsárásinni í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í dag. Fregnir herma að talíbanskur skæruliði hafi verið við stýrið á vörubílnum sem var ekið að höfuðstöðvum samtaka flóttamanna í borginni og þar sprengdur upp.

Múslimar fordæma mannránið

Ríkisstjórn Frakklands og talsmenn múslima í landinu hvöttu í dag írakska mannræningja, sem hafa tvo franska blaðamenn í haldi, til að sleppa þeim. Tilgangur mannræningjanna er að fá frönsk stjórnvöld til að aflétta banni sem kveður á um að múslimastúlkum sé bannað að bera höfuðklúta í frönskum skólum.

Fellibylir herja um heiminn

Hitabeltisstormurinn Gaston herjar nú á Suður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum með tilheyrandi úrkomu. Engar fregnir hafa borist af mann- eða eignatjóni vegna stormsins en nokkuð dró úr krafti hans. Hins vegar óttast menn mjög fellibylinn Frances sem nú er að safna í sig krafti á hafi úti en ekki er útilokað að hann komi að landi á Flórída.

Skotbardagi á skemmtistað

Maður vopnaður veiðiriffli gekk berserksgang á skemmtistað í Silkeborg í gær og urðu tveir menn fyrir skotum, að því er fram kemur í danska dagblaðinu Politiken.

Nauðlent í Aþenu

SAS-flugvélin SK 3052, sem í gærmorgun hélt frá Aþenu til Kaupmannahafnar með 180 farþega um borð, varð að nauðlenda í Aþenu.

Munch-ræningjar ófundnir

Ekki hefur tekist að upplýsa hverjir rændu málverkum eftir Edvard Munch en rannsóknardeild norsku lögreglunnar grunar að sömu menn hafi framið bankarán í Osló á síðasta ári sem enn er óupplýst.</font /></b />

Mannfall í Grosní og Kabúl

Einn maður sprengdi sig í loft upp fyrir utan kjörstað í höfuðborginni Grosní í Tsjetsjeníu í dag. Róstursamt hefur verið í aðdraganda forsetakosninganna en fyrir utan sprenginguna í dag hafa kosningarnar að mestu farið vel fram. Niðurstöðurnar þykja fyrirfram gefnar.

Menntun flóttamanna viðurkennd

Nú stendur til að menntun flóttamanna sem búsettir eru í Noregi verði viðurkennd þó að skírteini eða gögn þess til sönnunar skorti.

15 ára brennuvargur

15 ára drengur var handtekinn í Vellinge í suður Svíþjóð í gær grunaður að íkveikju fleiri mannskæðra bruna og skógarelda.

Sökkt af flutningaskipi

Danska landhelgisgæslan telur stórt vöruflutningaskip hafa siglt danskan kútter niður skammt frá Kattegat en haldið ferðinni áfram í stað þess að tilkynna um slysið.

Raflost á lestarstöð

18 ára maður frá Malmö lést þegar hann hrasaði um 25 000 volta rafmagnsleiðara á lestarstöðinni Hovedbanegården í Kaupmannahöfn í gærmorgun.

Mannrán vegna höfuðklæðnaðar

Tveir franskir blaðamenn eiga nú líf sitt undir því að frönsk stjórnvöld hætti við að banna frönskum skólastúlkum að hylja hár sitt. Blaðamennirnir sitja í haldi uppreisnarhóps í Írak sem hefur gefið ríkisstjórn Frakklands tveggja sólahringa frest til að verða við kröfum þeirra.

Útnefningarhátíð í skugga mótmæla

Á þriðja þúsund þingfulltrúar, fimmtán þúsund blaðamenn og tugþúsundir mótmælenda eru komin til New York þar sem flokksþing repúblikana hefst í dag. Með því má segja að kosningabarátta George W. Bush Bandaríkjaforseta hefjist formlega en hann verður formlegur útnefndur forsetaefni repúblikana á fimmtudag, lokadegi þingsins.

Sóru embættiseið í nágrannaríki

Sómalskt bráðabirgðaþing er tekið til starfa, ekki í Sómalíu heldur í Naíróbí, höfuðborg nágrannaríkisins Kenía. Þar hafa leiðtogar helstu ættbálka Sómalíu unnið að því síðan í október 2002 að binda enda á borgarastríðið sem hefur valdið ringulreið í landinu frá því einræðisherrann Mohamed Siad Barre var hrakinn frá völdum árið 1991.

Átta létust í bílslysi

Átta létust og 54 slösuðust, þar af tólf alvarlega, þegar rúta lenti í árekstri við smárútu og þrjá fólksbíla á hraðbraut suður af Bordeaux í Frakklandi. Um fimmtíu Portúgalar, Spánverjar og Norður-Afríkubúar voru í rútunni, sem var á leið frá Portúgal til Parísar þegar slysið átti sér stað.

Mannskæðar árásir

Sextán manns létust og fjöldi manns særðist í tveimur sprengjuárásum í Afganistan. Níu börn og einn fullorðinn létu lífið þegar sprengja sprakk í skóla í Paktia-héraði í suðausturhluta landsins. Börnin sem létust voru á aldrinum sjö til fimmtán ára. Fimmtán til viðbótar særðust og voru þrír þeirra í lífshættu.

Synti sjötugur yfir Ermarsund

George Brunstad lét hvorki aldurinn né kaldan sjóinn stöðva sig þegar hann synti yfir Ermarsund. Brunstad, sem er sjötugur Bandaríkjamaður á eftirlaunum, var fimmtán klukkutíma og 59 mínútur á leiðinni, og varð þar með elsti maðurinn til að synda yfir Ermarsund.

New York á öðrum endanum

New York borg er nú, venju fremur, á öðrum endanum enda verður flokksþing repúblikana sett þar á morgun. Borgin hefur ætíð verið mikil bækistöð demókrata og það kemur því kannski ekki á óvart að borgarbúar hafa síðustu daga kröftuglega mótmælt komu Bush og félaga.

Réðist á maraþonhlaupara

Brasilíski maraþonhlauparinn Vanderlei Lima vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar Írinn Cornelius Horan hljóp upp að honum og ruddi honum út í áhorfendaskarann á stétt einnar götunnar sem þátttakendur í maraþonhlaupi Ólympíuleikanna hlupu eftir.

Aldrei fleiri án sjúkratrygginga

Einn af hverjum sex Bandaríkjamönnum nýtur ekki sjúkratrygginga og fer hlutfallið hækkandi. Fimmta hvert barn fátækra foreldra nýtur engra trygginga. </font /></b />

Síðasta próf fyrir forsetakjör

Prófkjör fyrir kosningar til öldungadeildarinnar sem haldið verður í Flórída á morgun hefur þegar vakið mun meiri athygli en venja er til með slík prófkjör, sem oftast vekja ekki eftirtekt nema rétt í því ríki sem þau fara fram í.

Njósnari í Pentagon?

Leyniþjónusta Bandaríkjanna kannar nú hvort háttsettur embættismaður í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi stundað njósnir fyrir Ísrael. Grunur leikur á að embættismaðurinn hafi komið leynilegum gögnum um stefnu bandarískra stjórnvalda í málefnum Írans til ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Stjórnvöld í Ísrael þverneita þessum ásökunum.

Sprenging á Spáni

Sprenging varð í miðstöð pílagríma í spænsku borginni Santiago de Compostela nú fyrir skömmu eftir því sem Reuters-fréttastofan hefur eftir útvarpsstöð þar í borg. Talið er að ekkert mannfall hafi orðið en hryðjuverkasamtökin ETA eru sögð hafa varað við sprengingunni stuttu áður en hún sprakk.

Sjá næstu 50 fréttir