Þrjú vopnuð rán á 14 dögum 30. ágúst 2004 00:01 Bankaræningjarnir þrír sem voru handteknir skömmu eftir að hafa rænt peningaflutningabíl á Akers bryggju í Osló eru allir meðlimir í vafasömum samtökum eða klíkum samkvæmt norska dagblaðinu Aftenposten. Ránið er þriðja vopnaða ránið í Noregi á tveimur vikum. Lögregan hefur ekki viljað veita neinar upplýsingar mennina en samkvæmt Aftenposten er einn þeirra í nýnasistasamtökunum "Boot Boys," annar í véhjólaklíkunni Bandidos og sá þriðji í Tveita-genginu sem kennt er við innflytjendahverfið í Osló. Ránið var framið skömmu eftir miðnætt á sunnudaginn. Vegfarendur létu lögregluna vita að þrír grímuklæddir og vopnaðir menn væru að ræna peningaflutningabíl og kom hún skömmu síðar á vettvang. Þá voru mennirnir á flótta. Tveir þeirra náðust fljótt og sá þriðji sem hafði falið sig í sundinu milli Aker og Tjuvholmen náðist aðeins seinna. "Hann hafði falið sig í sjónum í nokkra stund og virtist bara vera sáttur þegar við veiddum hann upp," sagði lögreglumaðurinn Geir Kristiansen í samtali við Aftenposten. Vitni segja að lögreglan og ræningjarnir hafi skipst á skotum en enginn slasaðist. Lögreglan segir að mennirnir hafi haft töluverða fjármuni á brott með sér en hún vildi ekki segja hversu mikla. Thomas "Rocco" Hansen, norsk klámmyndastjarna, sem var að taka upp klámmynd í íbúð skammt frá ránsstaðnum í fyrrinótt náði öllu á myndband. "Við heyrðum mikinn hávaða úti og þegar við litum út sáum við sáum við bílstjóra flutningabílsins liggjandi á götunni og mann að hlaupa á brott," sagði Rocco í viðtali í Norska ríkisútvarpinu. Hann sagði að myndbandinu, sem er klukkustundar langt, hefði strax verið komið í hendur lögreglunnar. Rocco vildi lítið tjá sig við norska fjölmiðla í gær. Í viðtali við netútgáfu dagblaðsins Verdens gang sagðist hann verið tilbúin að selja þeim söguna á 150 þúsund krónur. Þá sagði hann að þær gætu fengið afrit af myndbandinu fyrir 200 þúsund. Ránið í Osló var fjórða vopnaða ránið sem framið er Noregi síðan í apríl þegar bankaræningjar skutu einn lögreglumann til bana í Stavangri. Sextánda ágúst kom til skotbardaga milli lögreglunnar og tveggja bankaræningja í Jessheim fyrir norðan Osló og 22. ágúst réðust vopnaðir ræningjar inn í Munch-safnið í Osló og rændu gríðarlega verðmætum málverkum eftir listmálarann Edvard Munch. Norðmenn, þar með talið lögreglan, hefur miklar áhyggjur af aukinn vopnaeign norskra glæpamanna og ekki síst vilja þeirra til að nota vopnin. Erlent Fréttir Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Bankaræningjarnir þrír sem voru handteknir skömmu eftir að hafa rænt peningaflutningabíl á Akers bryggju í Osló eru allir meðlimir í vafasömum samtökum eða klíkum samkvæmt norska dagblaðinu Aftenposten. Ránið er þriðja vopnaða ránið í Noregi á tveimur vikum. Lögregan hefur ekki viljað veita neinar upplýsingar mennina en samkvæmt Aftenposten er einn þeirra í nýnasistasamtökunum "Boot Boys," annar í véhjólaklíkunni Bandidos og sá þriðji í Tveita-genginu sem kennt er við innflytjendahverfið í Osló. Ránið var framið skömmu eftir miðnætt á sunnudaginn. Vegfarendur létu lögregluna vita að þrír grímuklæddir og vopnaðir menn væru að ræna peningaflutningabíl og kom hún skömmu síðar á vettvang. Þá voru mennirnir á flótta. Tveir þeirra náðust fljótt og sá þriðji sem hafði falið sig í sundinu milli Aker og Tjuvholmen náðist aðeins seinna. "Hann hafði falið sig í sjónum í nokkra stund og virtist bara vera sáttur þegar við veiddum hann upp," sagði lögreglumaðurinn Geir Kristiansen í samtali við Aftenposten. Vitni segja að lögreglan og ræningjarnir hafi skipst á skotum en enginn slasaðist. Lögreglan segir að mennirnir hafi haft töluverða fjármuni á brott með sér en hún vildi ekki segja hversu mikla. Thomas "Rocco" Hansen, norsk klámmyndastjarna, sem var að taka upp klámmynd í íbúð skammt frá ránsstaðnum í fyrrinótt náði öllu á myndband. "Við heyrðum mikinn hávaða úti og þegar við litum út sáum við sáum við bílstjóra flutningabílsins liggjandi á götunni og mann að hlaupa á brott," sagði Rocco í viðtali í Norska ríkisútvarpinu. Hann sagði að myndbandinu, sem er klukkustundar langt, hefði strax verið komið í hendur lögreglunnar. Rocco vildi lítið tjá sig við norska fjölmiðla í gær. Í viðtali við netútgáfu dagblaðsins Verdens gang sagðist hann verið tilbúin að selja þeim söguna á 150 þúsund krónur. Þá sagði hann að þær gætu fengið afrit af myndbandinu fyrir 200 þúsund. Ránið í Osló var fjórða vopnaða ránið sem framið er Noregi síðan í apríl þegar bankaræningjar skutu einn lögreglumann til bana í Stavangri. Sextánda ágúst kom til skotbardaga milli lögreglunnar og tveggja bankaræningja í Jessheim fyrir norðan Osló og 22. ágúst réðust vopnaðir ræningjar inn í Munch-safnið í Osló og rændu gríðarlega verðmætum málverkum eftir listmálarann Edvard Munch. Norðmenn, þar með talið lögreglan, hefur miklar áhyggjur af aukinn vopnaeign norskra glæpamanna og ekki síst vilja þeirra til að nota vopnin.
Erlent Fréttir Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira