Erlent

Mannrán vegna klæðnaðar stúlkna

Forsætisráðherra Frakklands hefur kallað saman neyðarfund til að leita ráða um hvernig hægt er að frelsa tvo franska blaðamenn sem írakskur uppreisnarhópur hefur í haldi. Hópurinn krefst þess að hætt verði við að banna stúlkum að hylja hár sitt í skólum Frakklands en bannið á að taka gildi í næsta mánuði. Arabíska sjónvarpsstöðin al-Jazeera segir að uppreisnarhópurinn sé sá sami og tók ítalskan blaðamann af lífi í síðustu viku. Sjónvarpsstöðin segist einnig hafa heimildir fyrir því að hópurinn hafi gefið frönskum stjórnvöldum tveggja daga frest til að verða við kröfum þeirra. Blaðamennirnir tveir starfa, annars vegar á alþjóðlegu frönsku útvarpsstöðinni RFI og hins vegar á dagblaðinu Le Figaro.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×