Erlent

Ranglega greindur með alnæmi

Síðustu átta ár hefur Jim Malone, sem býr í San Francisco, átt við mikið þunglyndi að stríða enda kannski ekki nema von því hann hefur búist við því að geta dáið nánast hvenær sem er. Fyrir átta árum var Malone greindur með alnæmi. Greiningin hafði að sjálfsögðu djúpstæð áhrif á líf Malone sem gjörbreyttist. Hann léttist mikið og barðist við sálræna kvilla. Malone sótti stuðningsfundi fyrir fólk sem hefur alnæmi og þáði matargjafir frá alnæmissamtökum. Fyrir fáeinum dögum gjörbreyttist líf Malone á nýjan leik þegar læknirinn hans sagði honum að hann væri ekki með alnæmi. Mistök hefðu orðið við greininguna. Malone, sem er samkynhneigður, segir fréttirnar vissulega vera mikinn létti fyrir hann. Hann segist samt vera mjög reiður út í kerfið enda hafi hann lifað í stanslausum ótta síðustu átta ár. Ekki er enn ljóst hvort Malone ætli í mál vegna mistakanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×