Fleiri fréttir Bandaríkin saka Ísrael um njósnir Stjórnvöld í Ísrael hafa í dag þverneitað því að hafa stundað njósnir í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Rannsókn er hafin á því hvort embættismaður í ráðuneyti Rumsfelds hafi stolið trúnaðarupplýsingum um Miðausturlönd og smyglað þeim áfram til Ísraels. 28.8.2004 00:01 Sprengjur í báðum flugvélum Ummerki um sprengiefni hafa fundist í flökum beggja rússnesku farþegaflugvélanna sem fórust nær samtímis á þriðjudagskvöld. Þar með þykir ljóst að hryðjuverkamenn hafi grandað báðum flugvélunum en rússnesk yfirvöld héldu lengi opnum þeim möguleika að eitthvað annað hefði eytt flugvélunum. 28.8.2004 00:01 Ísraelar grunaðir um njósnir Embættismaður í bandaríska varnarmálaráðuneytinu er grunaður um njósnir í þágu Ísraela. Þeir neita öllu og segjast hafa hætt að njósna um Bandaríkin þegar njósnari þeirra var handtekinn þar fyrir tuttugu árum.</font /></b /> 28.8.2004 00:01 Uggur vegna kosninganna Talsverð spenna og uggur ríkir í aðdraganda forsetakosninganna sem fara fram í Tsjetsjeníu í dag. Þar á að kjósa eftirmann Akhmads Kadyrov sem ráðinn var af dögum fyrr á árinu. 28.8.2004 00:01 Tryggingar gegn kjarnorkuvopnum "Sem múslimar getum við ekki notað kjarnorkuvopn. Þeir sem geta ekki notað kjarnorkuvopn framleiða þau ekki," sagði Mohammad Khatami, forseti Írans, þegar hann reyndi að fullvissa umheiminn um að Íranar myndu ekki koma sér upp kjarnorkuvopnum. 28.8.2004 00:01 Barist í Bagdad Sadr-hverfið í Bagdad logaði í bardögum í gær og biðu í það minnsta fimm bana auk þess sem tugir manna særðust. Vígamenn úr röðum sjíamúslima börðust við bandaríska hermenn og sprengjum rigndi yfir hverfið. 28.8.2004 00:01 Skátar í fangelsi Skátum skýtur stundum upp þar sem menn eiga síst von á. Nú er þeim farið að fjölga innan veggja nokkurra fangelsa í Kentucky þar sem fangelsisyfirvöld telja skátastarf geta hjálpað föngum við að verða nýtir þjóðfélagsþegnar þegar þeir ljúka afplánun dóma sinna. 28.8.2004 00:01 Powell fór ekki til Aþenu Grískir andófsmenn fögnuðu sigri í dag og sögðust hafa þvingað Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að hætta við að heimsækja Ólympíuleikana í Aþenu. Ekki aldeilis segja aðstoðarmenn Powells; ráðherrann hefur bara of mikið að gera. 28.8.2004 00:01 Vottur af sprengiefni fannst Hryðjuverk er nú talið langlíklegasta skýringin á því að tvær rússneskar farþegaþotur fórust fyrr í vikunni. Sprengiefni fannst í braki annarrar vélarinnar og öryggisþjónusta Rússlands telur nokkra farþega grunsamlega. 27.8.2004 00:01 Friður í Najaf Friður hefur loks náðst í helgu borginni Najaf í Írak. Í Bagdad brutust hins vegar út átök þegar bandarískar hersveitir birtust. Bush Bandaríkjaforseti hefur viðurkennt í fyrsta sinn að hafa gert mistök í Írak. 27.8.2004 00:01 Enn eitt óleyst sakamál í Noregi Norska lögreglan stendur frammi fyrir enn einu óleystu sakamálinu, eftir að þjófar brutust inn á athafnasvæði norska hersins á Jørstadmoen við Lillehammer í gær. Þjófarnir, sem gengu skipulega til verks í þetta sinn, komust yfir um 70 AG 3 vélbyssur og 20 skammbyssur eftir því sem lögreglan í Guðbrandsdal segir. 27.8.2004 00:01 Búist við enn meiri lækkun Olíuverð þokaðist upp á við í gær eftir að hafa lækkað í fimm daga. Sérfræðingar gera ráð fyrir frekari lækkun og að verðið verði í kringum 40 dollara á fatið, en ekki 50 eins og talið var fyrir réttri viku. Friðarsamkomulag í Írak er talið verða til þess að olíuverðið lækki enn frekar í dag. 27.8.2004 00:01 Ítalskur blaðamaður drepinn Ítalskur blaðamaður, sem rænt var í Írak fyrir skömmu, hefur verið drepinn. Mannræningjarnir sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis, að Enzo Baldoni hefði verið myrtur, þar sem ítölsk stjórnvöld hefðu ekki kallað hersveitir sínar heim frá Írak. Ítölsk stjórnvöld hafa staðfest að Baldoni hafi verið drepinn. 27.8.2004 00:01 Breyta ekki stefnu sinni Ítalska ríkisstjórnin lýsti því yfir í dag að hún myndi í engu breyta stefnu sinni, í Írak, þrátt fyrir morðið á ítölskum blaðamanni, þar í landi. Ræningjar Enzo Baldonis myrtu hann, í dag, eins og þeir höfðu hótað, ef ítalska ríkisstjórnin kallaði ekki hermenn sína heim, frá Írak. 27.8.2004 00:01 Hringdi fyrir 2 milljónir Írakskur hreingerningamaður fór á hreint símafyllerí, eftir að hann stal síma úr skóla sem hann var að þrífa, í Osló, meðan sumarfrí stóð yfir. Á fimm vikum hringdi hann fyrir sem svarar tveim milljónum íslenskra króna, aðallega til heimalandsins. 27.8.2004 00:01 Fjöldi bænda handteknir Lögreglan í Zimbabwe hefur handtekið sex hvíta bændur fyrir að neita að yfirgefa búgarða sem ríkisstjórnin hafði tekið eignarnámi, án nokkurra bóta. Tuttugu og fjórir aðrir bændur mega eiga von á að vera handteknir á næstunni. 27.8.2004 00:01 Coca Cola sýknað Dómstóll í Suður-Kóreu hefur sýknað Coca Colaverksmiðjurnar af því að bera ábyrgð á því hvað tennurnar í manni að nafni Lee Cheol-ho eru skemmdar. 27.8.2004 00:01 Flóttamenn rændu flugvél Sjötíu og átta manna hópur frá Erítreu, sem var verið að vísa úr landi í Líbíu til heimalandsins, rændi flugvélinni sem var að flytja þá og sneru henni til Súdans. Þar gáfust þeir upp. Örvænting mannanna er skiljanleg þar sem ólöglegir innflytjendur sem eru sendir aftur til Erítreu eru yfirleitt handteknir við heimkomuna og pyntaðir, jafnvel myrtir. 27.8.2004 00:01 Árásir á gyðinga tvöfaldast Hatursárásir á gyðinga hafa rúmlega tvöfaldast á einu ári í Frakklandi. Árásir á gyðinga og eignir þeirra voru eitthundrað og sextíu á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en voru sjötíu og fimm á sama tímabili á síðasta ári. 27.8.2004 00:01 Annarri vélinni grandað Hryðjuverkamenn grönduðu í það minnsta annarri rússnesku farþegaþotunni sem fórst fyrr í vikunni. Íslamskur öfgahópur segist hafa rænt báðum vélunum og sprengt þær í hefndarskyni fyrir morð á múslímum í Tsjetsjeníu. 27.8.2004 00:01 Loftið í Najaf lævi blandið Loftið í Najaf er lævi blandið eftir að friðarsamkomulag náðist í nótt. Bardagamenn hafa yfirgefið helga mosku þar en undir niðri kraumar tortryggni og óvissa. 27.8.2004 00:01 Fátt nýtt í svörtu kössunum Eftir að hafa rannsakað svörtu kassa rússnesku flugvélanna tveggja sem fórust í gær eru rannsóknarmenn engu nær um ástæður slysanna. Þó er vitað að áhöfn annarrar flugvélarinnar þrýsti á neyðarhnapp áður en slysið varð en ekkert var tilkynnt í gegnum talstöð. 26.8.2004 00:01 Notar ólympíuleika í auglýsingum Bandaríska Ólympíunefndin hefur formlega beðið George Bush forseta, um að hætta að nota myndir frá Ólympíuleikunum í kosningaauglýsingum sínum. Í auglýsingunni er birt mynd af fánum Íraks og Afganistans. 26.8.2004 00:01 Clinton sér fyrir frið á N-Írlandi Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, telur að samsteypustjórn kaþólikka og mótmælenda komist á í Norður-Írlandi. Clinton stuðlaði að friðarsamningum milli deilenda á Norður-Írlandi árið 1998, helsta markmið samninganna var að þeir myndu stjórna saman. 26.8.2004 00:01 Skjaldbökur frelsaðar Fjórar skjaldbökur, sem fundust nær dauða en lífi á ströndinni í Cape Cod í Bandaríkjunum fyrir tæpu ári hlutu í gær frelsi eftir að hafa notið umönnunar í sædýrasafni þar skammt frá. 26.8.2004 00:01 Áróðursauglýsingar gegn Bush Hundruðum milljóna dala er nú eitt í sjónvarpsauglýsingar og kosningaáróður í Bandaríkjunum. Stór hluti þess fjárausturs er á vegum sjálfstæðra samtaka sem í orði eru ótengd forsetaframbjóðendunum tveimur. 26.8.2004 00:01 Blóðbað í Najaf Blóðsúthellingar einkenndu fyrsta dag tilrauna æðsta klerks sjíta til friðarumleitana í helgu borginni Najaf í dag. Þangað eru tugir þúsunda Íraka komnar til að hlýða kalli trúarleiðtoga. 26.8.2004 00:01 Þjóðarsorg ríkir í Rússlandi Drungi sorgar og ótta liggur yfir Rússlandi í kjölfar flugslysanna í gær. Engar vísbendingar finnast um orsakir þess að vélarnar hröpuðu, en almenningur er sannfærður um að hryðjuverkamenn hafi grandað þeim. 26.8.2004 00:01 Hjónavígslur úr kirkjunum Helmingur danskra presta vill fá hjónavígslur úr kirkjunum samkvæmt nýrri könnun og hefur danski biskupinn lýst yfir mikilli hryggð vegna þess. Telja prestarnir að vígslur hvers konar eigi betur heima í ráðhúsum en í heilögum kirkjum þrátt fyrir að hjónavígslur dragi mun fleiri í kirkju en guðsþjónustur. 26.8.2004 00:01 Fjöldi fórst í fellibyl Um 50 manns hafa farist í fellibylnum Aere sem gekk yfir Taívan og meginland Kína í gær og í fyrradag. Talið er að viðbrögð stjórnvalda hafi bjargað mörgum en rúmlega einni milljón íbúa Kína og tæplega milljón íbúum Taívan var gert að yfirgefa heimili sín á þekktum flóðasvæðum áður en fellibylurinn kom að landi. 26.8.2004 00:01 Tvær rússneskar flugvélar farast Tvær rússneskar farþegaþotur fórust í nótt með nokkurra mínútna millibili og er óttast að rekja megi það til hryðjuverka. Önnur vélin var með 43farþega innan borðs og hin með 46 farþega. Vélarnar tóku á loft frá Domodedovo-flugvelli í Moskvu með fjörutíu mínútna millibili en hurfu báðar af radarskjám á nánast sama augnabliki. 25.8.2004 00:01 Fischer ekki framseldur Stjórnvöld í Japan hafa ákveðið að vísa skákmeistaranum Bobby Fischer ekki úr landi á næstunni. Til stóð að hann yrði sendur úr landi og hefði hann þá að öllum líkindum verið sendur til Bandaríkjanna. 25.8.2004 00:01 Loftárás á Fallujah Bandarískar herþotur gerðu loftárásir á borgina Fallujah í Írak í morgun og féllu í það minnsta þrír. Fjórir voru færðir á sjúkrahús. Skotmörk árásana eru sögð bækisstöðvar sem samverkamenn al-Qaeda leiðtogans Abu Musabs al-Zarqawis notast við. 25.8.2004 00:01 Elsti pandabjörninn látinn Elsti pandabjörn í umsjón manna lést af eðlilegum orsökum í kínverskum dýragarði í dag. Peipei var 33 ára sem myndi teljast um 100 ár í mannævi. Talið er að pandabirnir eigi ættir að rekja allt til tíma risaeðlanna. 25.8.2004 00:01 Sistani í Basra Áhrifamesti sjítaklerkur Íraks, al-Sistani, hefur snúið aftur til landsins eftir veru í London þar sem hann gekkst undir hjartaaðgerð. Hann er staddur í borginni Basra nú, en talið er að hann muni halda til Najaf á morgun. 25.8.2004 00:01 Sonur Thatchers handtekinn Sonur Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna tilraunar til valdaráns. Mark Thatcher var í morgun handtekinn í Suður-Afríku grunaður um aðild að tilraun til valdaráns í Miðbaugs-Gíneu. Þar er mikla olíu að finna. 25.8.2004 00:01 Fellibylurinn Aere veldur usla Fellibylurinn Aere gengur nú yfir meginland Kína eftir að hafa valdið dauða í það minnsta fimm á Tævan. 250 þúsund manns hafa verið fluttir frá heimilum sínum við ströndina. Yfir þrjátíu þúsund fiskveiðiskipum og -bátum var skipað að snúa til hafnar á ný, og allt flug frá Hong Kong lá niðri fram eftir nóttu. 25.8.2004 00:01 Styður ekki bann Varaforesti Bandaríkjanna, Dick Cheney, hefur lýst því yfir að hann styðji ekki bann við hjónabandi samkynhneigðra. Þetta er í andstöðu við afstöðu George Bush, segir á veffréttasíðu BBC. 25.8.2004 00:01 Olíuverð fer lækkandi Olíuverð fer nú lækkandi og virðist sem taugaveiklun á markaði ráði ekki lengur ferð. Fatið kostar nú ríflega 45 dollara og í ljósi þess að olíuútflutningur frá Írak er nú kominn í eðlilegt horf eru taldar litlar líkur á hækkun. 25.8.2004 00:01 Mikið uppnám í Rússlandi Hryðjuverk eru talin hugsanleg ástæða þess, að tvær rússneskar farþegaþotur fórust með nokkurra mínútna millibili í nótt. Um níutíu manns voru í vélunum tveimur og létust allir. Fjölmiðlar í Rússlandi segja ellefta september runninn upp í Rússlandi. 25.8.2004 00:01 Thatcher í fangelsi í Höfðaborg Lögreglan í Suður-Afríku segist hafa sannanir fyrir því að Mark Thatcher, sonur Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hafi aðstoðað við að fjármagna valdarán í Afríkuríkinu Miðbaugs Gíneu. 25.8.2004 00:01 Minnast frelsun Parísar Frakkar minnast þess í dag, að sextíu ár eru liðin frá því París var frelsuð úr höndum Nasista, í síðari heimsstyrjöldinni. Það var 25. ágúst, sem þýski hershöfðinginn Dietrich von Choltitz gafst upp fyrir herjum bandamanna. Von Choltitz hafði þá óhlýðnast skipunum Hitlers um að sprengja helstu mannvirki borgarinnar í loft upp, og kveikja svo í henni. 25.8.2004 00:01 Neita aðild að flugslysi Talsmaður helsta skæruliðahóps Tsjetsjeníu, segir að þeir hafi hvergi komið nærri, þegar tvær rússneskar farþegavélar fórust, með nokkurra mínútna millibili, í dag. 89 manns létu lífið. Fréttir af þessum atburði, frá Rússlandi, eru mjög misvísandi. 25.8.2004 00:01 Kostnaður við ÓL tvöfaldast Kostnaður við að halda Ólympíuleikana í Grikklandi verður helmingi meiri en gert var ráð fyrir. Áætlaður kostnaður var um 400 milljarðar króna, en nú virðist að þegar upp verður staðið verði hann yfir 800 milljarðar króna. 25.8.2004 00:01 Thatcher sleppt Mark Thatcher, sonur Margrétar Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sem handtekinn var í morgun grunaður um aðild að valdaráni í Afríkuríkinu Miðbaugs Gíneu, var sleppt í dag af dómstólum í Suður-Afríku. 25.8.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Bandaríkin saka Ísrael um njósnir Stjórnvöld í Ísrael hafa í dag þverneitað því að hafa stundað njósnir í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Rannsókn er hafin á því hvort embættismaður í ráðuneyti Rumsfelds hafi stolið trúnaðarupplýsingum um Miðausturlönd og smyglað þeim áfram til Ísraels. 28.8.2004 00:01
Sprengjur í báðum flugvélum Ummerki um sprengiefni hafa fundist í flökum beggja rússnesku farþegaflugvélanna sem fórust nær samtímis á þriðjudagskvöld. Þar með þykir ljóst að hryðjuverkamenn hafi grandað báðum flugvélunum en rússnesk yfirvöld héldu lengi opnum þeim möguleika að eitthvað annað hefði eytt flugvélunum. 28.8.2004 00:01
Ísraelar grunaðir um njósnir Embættismaður í bandaríska varnarmálaráðuneytinu er grunaður um njósnir í þágu Ísraela. Þeir neita öllu og segjast hafa hætt að njósna um Bandaríkin þegar njósnari þeirra var handtekinn þar fyrir tuttugu árum.</font /></b /> 28.8.2004 00:01
Uggur vegna kosninganna Talsverð spenna og uggur ríkir í aðdraganda forsetakosninganna sem fara fram í Tsjetsjeníu í dag. Þar á að kjósa eftirmann Akhmads Kadyrov sem ráðinn var af dögum fyrr á árinu. 28.8.2004 00:01
Tryggingar gegn kjarnorkuvopnum "Sem múslimar getum við ekki notað kjarnorkuvopn. Þeir sem geta ekki notað kjarnorkuvopn framleiða þau ekki," sagði Mohammad Khatami, forseti Írans, þegar hann reyndi að fullvissa umheiminn um að Íranar myndu ekki koma sér upp kjarnorkuvopnum. 28.8.2004 00:01
Barist í Bagdad Sadr-hverfið í Bagdad logaði í bardögum í gær og biðu í það minnsta fimm bana auk þess sem tugir manna særðust. Vígamenn úr röðum sjíamúslima börðust við bandaríska hermenn og sprengjum rigndi yfir hverfið. 28.8.2004 00:01
Skátar í fangelsi Skátum skýtur stundum upp þar sem menn eiga síst von á. Nú er þeim farið að fjölga innan veggja nokkurra fangelsa í Kentucky þar sem fangelsisyfirvöld telja skátastarf geta hjálpað föngum við að verða nýtir þjóðfélagsþegnar þegar þeir ljúka afplánun dóma sinna. 28.8.2004 00:01
Powell fór ekki til Aþenu Grískir andófsmenn fögnuðu sigri í dag og sögðust hafa þvingað Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til að hætta við að heimsækja Ólympíuleikana í Aþenu. Ekki aldeilis segja aðstoðarmenn Powells; ráðherrann hefur bara of mikið að gera. 28.8.2004 00:01
Vottur af sprengiefni fannst Hryðjuverk er nú talið langlíklegasta skýringin á því að tvær rússneskar farþegaþotur fórust fyrr í vikunni. Sprengiefni fannst í braki annarrar vélarinnar og öryggisþjónusta Rússlands telur nokkra farþega grunsamlega. 27.8.2004 00:01
Friður í Najaf Friður hefur loks náðst í helgu borginni Najaf í Írak. Í Bagdad brutust hins vegar út átök þegar bandarískar hersveitir birtust. Bush Bandaríkjaforseti hefur viðurkennt í fyrsta sinn að hafa gert mistök í Írak. 27.8.2004 00:01
Enn eitt óleyst sakamál í Noregi Norska lögreglan stendur frammi fyrir enn einu óleystu sakamálinu, eftir að þjófar brutust inn á athafnasvæði norska hersins á Jørstadmoen við Lillehammer í gær. Þjófarnir, sem gengu skipulega til verks í þetta sinn, komust yfir um 70 AG 3 vélbyssur og 20 skammbyssur eftir því sem lögreglan í Guðbrandsdal segir. 27.8.2004 00:01
Búist við enn meiri lækkun Olíuverð þokaðist upp á við í gær eftir að hafa lækkað í fimm daga. Sérfræðingar gera ráð fyrir frekari lækkun og að verðið verði í kringum 40 dollara á fatið, en ekki 50 eins og talið var fyrir réttri viku. Friðarsamkomulag í Írak er talið verða til þess að olíuverðið lækki enn frekar í dag. 27.8.2004 00:01
Ítalskur blaðamaður drepinn Ítalskur blaðamaður, sem rænt var í Írak fyrir skömmu, hefur verið drepinn. Mannræningjarnir sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis, að Enzo Baldoni hefði verið myrtur, þar sem ítölsk stjórnvöld hefðu ekki kallað hersveitir sínar heim frá Írak. Ítölsk stjórnvöld hafa staðfest að Baldoni hafi verið drepinn. 27.8.2004 00:01
Breyta ekki stefnu sinni Ítalska ríkisstjórnin lýsti því yfir í dag að hún myndi í engu breyta stefnu sinni, í Írak, þrátt fyrir morðið á ítölskum blaðamanni, þar í landi. Ræningjar Enzo Baldonis myrtu hann, í dag, eins og þeir höfðu hótað, ef ítalska ríkisstjórnin kallaði ekki hermenn sína heim, frá Írak. 27.8.2004 00:01
Hringdi fyrir 2 milljónir Írakskur hreingerningamaður fór á hreint símafyllerí, eftir að hann stal síma úr skóla sem hann var að þrífa, í Osló, meðan sumarfrí stóð yfir. Á fimm vikum hringdi hann fyrir sem svarar tveim milljónum íslenskra króna, aðallega til heimalandsins. 27.8.2004 00:01
Fjöldi bænda handteknir Lögreglan í Zimbabwe hefur handtekið sex hvíta bændur fyrir að neita að yfirgefa búgarða sem ríkisstjórnin hafði tekið eignarnámi, án nokkurra bóta. Tuttugu og fjórir aðrir bændur mega eiga von á að vera handteknir á næstunni. 27.8.2004 00:01
Coca Cola sýknað Dómstóll í Suður-Kóreu hefur sýknað Coca Colaverksmiðjurnar af því að bera ábyrgð á því hvað tennurnar í manni að nafni Lee Cheol-ho eru skemmdar. 27.8.2004 00:01
Flóttamenn rændu flugvél Sjötíu og átta manna hópur frá Erítreu, sem var verið að vísa úr landi í Líbíu til heimalandsins, rændi flugvélinni sem var að flytja þá og sneru henni til Súdans. Þar gáfust þeir upp. Örvænting mannanna er skiljanleg þar sem ólöglegir innflytjendur sem eru sendir aftur til Erítreu eru yfirleitt handteknir við heimkomuna og pyntaðir, jafnvel myrtir. 27.8.2004 00:01
Árásir á gyðinga tvöfaldast Hatursárásir á gyðinga hafa rúmlega tvöfaldast á einu ári í Frakklandi. Árásir á gyðinga og eignir þeirra voru eitthundrað og sextíu á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en voru sjötíu og fimm á sama tímabili á síðasta ári. 27.8.2004 00:01
Annarri vélinni grandað Hryðjuverkamenn grönduðu í það minnsta annarri rússnesku farþegaþotunni sem fórst fyrr í vikunni. Íslamskur öfgahópur segist hafa rænt báðum vélunum og sprengt þær í hefndarskyni fyrir morð á múslímum í Tsjetsjeníu. 27.8.2004 00:01
Loftið í Najaf lævi blandið Loftið í Najaf er lævi blandið eftir að friðarsamkomulag náðist í nótt. Bardagamenn hafa yfirgefið helga mosku þar en undir niðri kraumar tortryggni og óvissa. 27.8.2004 00:01
Fátt nýtt í svörtu kössunum Eftir að hafa rannsakað svörtu kassa rússnesku flugvélanna tveggja sem fórust í gær eru rannsóknarmenn engu nær um ástæður slysanna. Þó er vitað að áhöfn annarrar flugvélarinnar þrýsti á neyðarhnapp áður en slysið varð en ekkert var tilkynnt í gegnum talstöð. 26.8.2004 00:01
Notar ólympíuleika í auglýsingum Bandaríska Ólympíunefndin hefur formlega beðið George Bush forseta, um að hætta að nota myndir frá Ólympíuleikunum í kosningaauglýsingum sínum. Í auglýsingunni er birt mynd af fánum Íraks og Afganistans. 26.8.2004 00:01
Clinton sér fyrir frið á N-Írlandi Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, telur að samsteypustjórn kaþólikka og mótmælenda komist á í Norður-Írlandi. Clinton stuðlaði að friðarsamningum milli deilenda á Norður-Írlandi árið 1998, helsta markmið samninganna var að þeir myndu stjórna saman. 26.8.2004 00:01
Skjaldbökur frelsaðar Fjórar skjaldbökur, sem fundust nær dauða en lífi á ströndinni í Cape Cod í Bandaríkjunum fyrir tæpu ári hlutu í gær frelsi eftir að hafa notið umönnunar í sædýrasafni þar skammt frá. 26.8.2004 00:01
Áróðursauglýsingar gegn Bush Hundruðum milljóna dala er nú eitt í sjónvarpsauglýsingar og kosningaáróður í Bandaríkjunum. Stór hluti þess fjárausturs er á vegum sjálfstæðra samtaka sem í orði eru ótengd forsetaframbjóðendunum tveimur. 26.8.2004 00:01
Blóðbað í Najaf Blóðsúthellingar einkenndu fyrsta dag tilrauna æðsta klerks sjíta til friðarumleitana í helgu borginni Najaf í dag. Þangað eru tugir þúsunda Íraka komnar til að hlýða kalli trúarleiðtoga. 26.8.2004 00:01
Þjóðarsorg ríkir í Rússlandi Drungi sorgar og ótta liggur yfir Rússlandi í kjölfar flugslysanna í gær. Engar vísbendingar finnast um orsakir þess að vélarnar hröpuðu, en almenningur er sannfærður um að hryðjuverkamenn hafi grandað þeim. 26.8.2004 00:01
Hjónavígslur úr kirkjunum Helmingur danskra presta vill fá hjónavígslur úr kirkjunum samkvæmt nýrri könnun og hefur danski biskupinn lýst yfir mikilli hryggð vegna þess. Telja prestarnir að vígslur hvers konar eigi betur heima í ráðhúsum en í heilögum kirkjum þrátt fyrir að hjónavígslur dragi mun fleiri í kirkju en guðsþjónustur. 26.8.2004 00:01
Fjöldi fórst í fellibyl Um 50 manns hafa farist í fellibylnum Aere sem gekk yfir Taívan og meginland Kína í gær og í fyrradag. Talið er að viðbrögð stjórnvalda hafi bjargað mörgum en rúmlega einni milljón íbúa Kína og tæplega milljón íbúum Taívan var gert að yfirgefa heimili sín á þekktum flóðasvæðum áður en fellibylurinn kom að landi. 26.8.2004 00:01
Tvær rússneskar flugvélar farast Tvær rússneskar farþegaþotur fórust í nótt með nokkurra mínútna millibili og er óttast að rekja megi það til hryðjuverka. Önnur vélin var með 43farþega innan borðs og hin með 46 farþega. Vélarnar tóku á loft frá Domodedovo-flugvelli í Moskvu með fjörutíu mínútna millibili en hurfu báðar af radarskjám á nánast sama augnabliki. 25.8.2004 00:01
Fischer ekki framseldur Stjórnvöld í Japan hafa ákveðið að vísa skákmeistaranum Bobby Fischer ekki úr landi á næstunni. Til stóð að hann yrði sendur úr landi og hefði hann þá að öllum líkindum verið sendur til Bandaríkjanna. 25.8.2004 00:01
Loftárás á Fallujah Bandarískar herþotur gerðu loftárásir á borgina Fallujah í Írak í morgun og féllu í það minnsta þrír. Fjórir voru færðir á sjúkrahús. Skotmörk árásana eru sögð bækisstöðvar sem samverkamenn al-Qaeda leiðtogans Abu Musabs al-Zarqawis notast við. 25.8.2004 00:01
Elsti pandabjörninn látinn Elsti pandabjörn í umsjón manna lést af eðlilegum orsökum í kínverskum dýragarði í dag. Peipei var 33 ára sem myndi teljast um 100 ár í mannævi. Talið er að pandabirnir eigi ættir að rekja allt til tíma risaeðlanna. 25.8.2004 00:01
Sistani í Basra Áhrifamesti sjítaklerkur Íraks, al-Sistani, hefur snúið aftur til landsins eftir veru í London þar sem hann gekkst undir hjartaaðgerð. Hann er staddur í borginni Basra nú, en talið er að hann muni halda til Najaf á morgun. 25.8.2004 00:01
Sonur Thatchers handtekinn Sonur Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna tilraunar til valdaráns. Mark Thatcher var í morgun handtekinn í Suður-Afríku grunaður um aðild að tilraun til valdaráns í Miðbaugs-Gíneu. Þar er mikla olíu að finna. 25.8.2004 00:01
Fellibylurinn Aere veldur usla Fellibylurinn Aere gengur nú yfir meginland Kína eftir að hafa valdið dauða í það minnsta fimm á Tævan. 250 þúsund manns hafa verið fluttir frá heimilum sínum við ströndina. Yfir þrjátíu þúsund fiskveiðiskipum og -bátum var skipað að snúa til hafnar á ný, og allt flug frá Hong Kong lá niðri fram eftir nóttu. 25.8.2004 00:01
Styður ekki bann Varaforesti Bandaríkjanna, Dick Cheney, hefur lýst því yfir að hann styðji ekki bann við hjónabandi samkynhneigðra. Þetta er í andstöðu við afstöðu George Bush, segir á veffréttasíðu BBC. 25.8.2004 00:01
Olíuverð fer lækkandi Olíuverð fer nú lækkandi og virðist sem taugaveiklun á markaði ráði ekki lengur ferð. Fatið kostar nú ríflega 45 dollara og í ljósi þess að olíuútflutningur frá Írak er nú kominn í eðlilegt horf eru taldar litlar líkur á hækkun. 25.8.2004 00:01
Mikið uppnám í Rússlandi Hryðjuverk eru talin hugsanleg ástæða þess, að tvær rússneskar farþegaþotur fórust með nokkurra mínútna millibili í nótt. Um níutíu manns voru í vélunum tveimur og létust allir. Fjölmiðlar í Rússlandi segja ellefta september runninn upp í Rússlandi. 25.8.2004 00:01
Thatcher í fangelsi í Höfðaborg Lögreglan í Suður-Afríku segist hafa sannanir fyrir því að Mark Thatcher, sonur Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hafi aðstoðað við að fjármagna valdarán í Afríkuríkinu Miðbaugs Gíneu. 25.8.2004 00:01
Minnast frelsun Parísar Frakkar minnast þess í dag, að sextíu ár eru liðin frá því París var frelsuð úr höndum Nasista, í síðari heimsstyrjöldinni. Það var 25. ágúst, sem þýski hershöfðinginn Dietrich von Choltitz gafst upp fyrir herjum bandamanna. Von Choltitz hafði þá óhlýðnast skipunum Hitlers um að sprengja helstu mannvirki borgarinnar í loft upp, og kveikja svo í henni. 25.8.2004 00:01
Neita aðild að flugslysi Talsmaður helsta skæruliðahóps Tsjetsjeníu, segir að þeir hafi hvergi komið nærri, þegar tvær rússneskar farþegavélar fórust, með nokkurra mínútna millibili, í dag. 89 manns létu lífið. Fréttir af þessum atburði, frá Rússlandi, eru mjög misvísandi. 25.8.2004 00:01
Kostnaður við ÓL tvöfaldast Kostnaður við að halda Ólympíuleikana í Grikklandi verður helmingi meiri en gert var ráð fyrir. Áætlaður kostnaður var um 400 milljarðar króna, en nú virðist að þegar upp verður staðið verði hann yfir 800 milljarðar króna. 25.8.2004 00:01
Thatcher sleppt Mark Thatcher, sonur Margrétar Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sem handtekinn var í morgun grunaður um aðild að valdaráni í Afríkuríkinu Miðbaugs Gíneu, var sleppt í dag af dómstólum í Suður-Afríku. 25.8.2004 00:01