Erlent

Lokað fyrir olíuútflutning

Uppreisnarmönnum í Írak hefur tekist að loka fyrir alla olíuflutninga frá Írak, í það minnsta út vikuna. Uppreisnarmenn hafa sprengt upp olíuleiðslur í suðurhluta landsins og þannig komið í veg fyrir að hægt sé að flytja olíu úr landinu á markaði erlendis. Þetta er mikið áfall fyrir stjórn landsins og bágborinn efnahag. Um 90 prósent alls olíuútflutnings Íraka er af olíulindum í suðurhluta landsins. Þar eru allar leiðir lokaðar og sömu sögu er að segja í norðurhluta landsins. Þar liggur olíuútflutningur til tyrknesku hafnarinnar Ceyhan niðri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×