Erlent

Ræningi í helgarfríi fremur rán

Glæpamaður í helgarfríi úr fangelsi rændi ásamt nýnasista peningaflutningabíl á Aker-bryggju í Osló í nótt. Lars Hannes er leiðtogi Bandidos-gengisins í Noregi. Hann fékk leyfi til að heimsækja foreldra sína um helgina og vantaði að því er virðist skotsilfur. Klámmyndaleikstjóri, sem var að störfum í næsta húsi, varð var við læti og beindi kvikmyndatökuvél sinni út um gluggann. Hann festi því ránið á filmu og aðgerðir lögreglunnar í kjölfarið, en hún náði ræningjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×