Erlent

Fjölskylda Escobar tapar málssókn

Ellefu ára málssókn kólumbískra stjórnvalda gegn fjölskyldu fyrrverandi eiturlyfjabarónsins Pablos Escobar er nú lokið með sigri stjórnvalda. Fyrrverandi eiginkona og börn Escobars, sem var skotinn til bana árið 1993, þurfa að láta glæsilegt sveitasetur sitt af hendi til ríkisins. Landið sem tilheyrir sveitasetrinu er rúmlega 2.200 hektarar og ætlar ríkið að gefa bændum á svæðinu það að stærstum til baka. Komið hefur upp sú hugmynd að breyta húsinu sjálfu, sem er reyndar frekar hálfgerð höll, í glæpasafn. Fyrir ofan hlið setursins er flugvélin sem Escobar notaði þegar hann smyglaði kókaíni í fyrsta skiptið. Þá er lítill dýragarður á setrinu og ýmsir munir sem Escobar keypti, meðal annars bíll sem var í eigu Al Capone.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×