Erlent

Bush sem hinn sterki leiðtogi

George W. Bush er sterkur leiðtogi á stríðstímum er upplegg repúblikana á flokksþingi sínu sem hófst í gær. Þar er lögð áhersla á baráttuna gegn hryðjuverkum og skattalækkanir og aðgerðir í efnahagsmálum sem þeir segja forsenduna fyrir bættum efnahag Bandaríkjanna. "Ég tek ofan fyrir staðfestu hans í að gera heiminn að betri, öruggari og frjálsari stað. Hann hefur ekki vikið sér undan erfiðum ákvörðunum. Hann gefur ekki eftir og það munum við ekki heldur gera," sagði öldungadeildarmaðurinn John McCain í gær. Hann var einn þeirra sem tóku til máls á fyrsta degi þingsins. Annar var Rudy Guiliani sem var borgarstjóri í New York þegar hryðjuverkaárásirnar voru gerðar 11. september 2001. "Við höfum sýnt heiminum að New York verður ekki lögð að velli," sagði Michael Bloomberg borgarstjóri þegar hann bauð þingfulltrúa velkomna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×