Erlent

Spellvirki á olíuleiðslum

Spellvirki á olíuleiðslum í Írak halda áfram. Í dag sprengdu skemmdarverkamenn upp olíuleiðslu við borgina Bagdad og olíuleiðsla sem lá í olíuhreinsunarstöð var skemmd í gær. Þá voru fleiri leiðslur skemmdar í síðustu viku. Þetta hefur leitt til þess að olíuútflutningur frá suðurhluta landsins hefur stöðvast. 90 prósent olíulinda Íraks er að finna á því svæði. Tapið vegna þessa nemur um sextíu milljónum dollara á dag, eða sem nemur tæpum 4,4 milljörðum króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×