Fleiri fréttir

Þyrlan farin í loftið - veður frekar slæmt

Þyrla Landhelgisgæslunnar er farinn í loftið til þess að sækja breskan ferðmann sem slasaðist á göngu sinni frá Laugafelli suður í Nýjadal eða Sprengisandsleið eins og gönguleiðin er að jafnan kölluð.

Elísabet hefur verið sextíu ár í hásætinu

Sextíu ár eru liðin í dag frá því Elísabet Englandsdrottning tók við bresku krúnunni við andlát föður hennar. Í tilefni dagsins sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist vilja þjóna þjóð sinni áfram. Áfanganum verður fagnað með margvíslegum hætti út þetta ár og hyggur drottningin á mikil ferðalög um breska samveldið til að hitta sem flesta þegna sína.

Hugsanlegt að björgunarsveitir taki gjald fyrir aðstoð í ófærð

Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður og björgunarsveitamaður segir að Slysavarnafélagið Landsbjörg verði að fara að íhuga hvort skynsamlegt yrði að taka gjald fyrir þjónustu sem veitt er þegar bílar eru dregnir út úr snjósköflum og ófærum. Fréttablaðið greinir frá því í dag að björgunarsveitir beri ábyrgð á skemmdum sem verða við þessar aðstæður. Sveitirnar þurfi að borga á annað hundrað þúsund krónur fyrir hvern bíl sem skemmist, ákveði eigandi bílsins að sækja rétt sinn til tryggingarfélagsins.

Madonna gerði allt vitlaust á Super Bowl

Super Bowl leikurinn fór fram í nótt en þar er um að ræða einn stærsta íþróttaviðburð sem fram fer í Bandaríkjunum ár hvert. Tónlistaratriðin í hálfleik eru yfirleitt í glæsilegri kantinum og í gegnum tíðina hafa flestar skærustu poppstjörnur heims komið fram á leiknum.

Veðrið kom niður á stundvísinni

Þrjár af hverjum fjórum flugferðum Icelandair til og frá landinu voru á réttum tíma á seinni hluta janúarmánaðar. Hjá Iceland Express var hlutfallið 57 prósent. Í mínútum talið voru tafir lengri nú að meðaltali en undanfarin tímabil og munar þar mestu um að öllu morgunflugi frá Keflavíkurflugvelli var seinkað fram yfir hádegi þann 26. janúar.

Rannsaka færi á nýtingu sjávarorku

Fjármagn verður sett í rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku á Íslandi, verði þingsályktunartillaga sem lögð var fram á föstudag samþykkt. Tuttugu og einn þingmaður í öllum flokkum standa að tillögunni og verður því að teljast líklegt að hún verði samþykkt.

Vinnuslys í Straumsvík

Starfsmaður í álverinu í Straumsvík slasaðist í gærkvöldi þegar hann ók lyftara utan í stólpa við höfnina.

Síðasta norska loðnuskipið siglir heim

Síðasta norska loðnuskipið hélt út úr íslenskri lögsögu áleiðis til Noregs í gær, þar sem Noðrmenn eru búnir með loðnukvóta sinn við Ísland á þessari vertíð.

Mótmælir því að hafa fjárfest án rannsóknar

Helgi Magnússon,formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, segir tjón lífeyrissjóðanna við hrunið auðvitað tilfinnanlegt. Mikilvægt sé hins vegar að miða við tímann frá hruni. Þá sé heildarrýrnunin um 380 milljarðar króna en ekki 480 milljarðar.

Hægt að tuttugufalda orkuna

Valdimar Össurarson rekur fyrirtækið Valorku sem hefur hannað samnefndan sjávarhverfil. Hann fékk í október fyrstu verðlaun í keppni Alþjóðasamtaka félaga hugvitsmanna, IIA, fyrir hverfilinn. Valorka stefnir að því að virkja hæga strauma sem eru í röstum og við annes.

Dýrt að valda tjóni við björgun

Björgunarsveitir bera ábyrgð á skemmdum sem verða á bílum sem draga þarf úr snjósköflum og ófærum. Sveitirnar þurfa að borga á annað hundrað þúsund krónur fyrir hvern bíl sem skemmist, ákveði eigandi bílsins að sækja rétt sinn til tryggingarfélagsins.

Athugull sjómaður fann sýkingu í ufsa

Áður óþekkt bandormssýking í ufsa, sem er mikilvægur nytjafiskur á Íslandsmiðum, er til rannsóknar hjá Biopol sjávarlíftæknisetri á Skagaströnd og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Bandormurinn er þekktur erlendis en engin vitneskja virðist liggja fyrir um þessa tegund bandorms í ufsa.

Vildu loka Þjóðleikhúsinu

Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi gerðu það að tillögu sinni um það leyti sem fjárlagagerð stóð yfir haustið 2009 að loka ríkisreknum menningarstofnunum í sparnaðarskyni. Þjóðleikhúsið var nefnt sérstaklega á nafn og skyldi lokunin standa í þrjú ár. Tillögu AGS var alfarið hafnað.

Gunnar Sigurjónsson býður sig fram til biskups

Séra Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju, ætlar að bjóða sig fram til biskups. Hann vill taka höndum saman með þeim sem vilja vinna Þjóðkirkjunni til heilla með því að gera veg Krists sem mestan meðal fólks.

Tengsl þyngdar og blóðsykurs rannsökuð

Þeir sem eru of þungir ættu síður að neyta óhollra skyndibita en þeir sem er í kjörþyngd þar sem blóðsykur þyngri einstaklinga hækkar meira eftir neysluna samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn. Ekki er nóg að horfa á kaloríufjölda og fitumagn þegar matvörur er valdar í innkaupakörfuna.

Innbrot og ölvunarakstur í dag

Tilkynnt var um fjögur innbrot í höfuðborginni í dag. Þar á meðal var brotist inn í listagallerí við Smiðjustíg í Reykjavík. Þar var brotin rúða í kjallara en engu var stolið. Nágranni kom að innbrotsaðila og forðaði hann sér af vettvangi.

Engar viðræður í Kópavogi í dag

Meirihlutaviðræður í Kópavogi munu halda áfram á morgun. Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokks, sagðist hafa verið í símabandi við oddvita Sjálfstæðisflokksins og lista Kópavogsbúa.

Hlutfall kvenna með rofna PIP púða hærra hér á landi

Velferðarráðherra segir ekkert komið fram sem skýrir hvers vegna hlutfall kvenna með rofna PIP púða virðist vera mun hærra hér en í öðrum löndum. Ráðherrann segir að mörgum spurningum sé enn ósvarað.

Plus500 býður fjárfestum að veðja á verðbreytingar

Bresk vefsíða sem býður fjárfestum upp á skuldsetta stöðutöku í hlutabréfum, hrávöru og gjaldmiðlum án þess að raunveruleg viðskipti liggi að baki stöðutökunni reynir nú að lokka íslenska fjárfesta í viðskipti. Fjármálaeftirlit erlendis hafa varað við síðunni.

Jón Ásgeir hafnar ábyrgð á tapi lífeyrissjóðanna

Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum aðaleigandi Baugs, hafnar því að bera ábyrgð á tapi lífeyrissjóðanna á falli Glitnis. Honum finnst hins vegar miður að sjóðirnir hafi tapað á Baugi. Lífeyrissjóðirnir töpuðu samtals 77 milljörðum króna á félögum tengdum Baugi.

Lífeyrissjóðirnar fjármagna Hverahlíðavirkjun

Fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, Björgvin G. Sigurðsson, upplýsti á opnum fundi í Árborg í gær að lífeyrissjóðirnir myndu sjá um að fjármagna Hverahlíðavirkjun á Hellisheiði, ekki Orkuveita Reykjavíkur.

LV hafnar ásökunum rannsóknarnefndar

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hafnar því að hann hafi brotið lög með gerð gjaldmiðlavarnarsamninga en í skýrslu rannsóknarnefndar lífeyrissjóðanna er slíkt gefið í skyn þar sem segir að sjóðurinn hafi með kaupum á gjaldeyristryggingum árið 2008 aukið áhættu sjóðsins - þvert á lögbundið hlutverk sitt.

Skíðasvæði opin í dag

Skíðasvæðin í Oddsskarði og Hlíðarfjalli verða opin í dag á milli klukkan tíu og fjögur síðdegis, en opið er til fimm í Bláfjöllum.

Björt framtíð stofnuð í dag

Nýtt stjórnmálaafl, frjálslynt, grænt og alþjóðlega sinnað var formlega stofnað í dag. Formenn flokksins eru tveir og í stjórn hans situr meðal annarra Borgarstjórinn í Reykjavík.

Landsbankinn hagnast á hækkandi verðlagi

Misvægi í verðtryggðum eignum og skuldum Landsbankans gerir það að verkum að bankinn hagnast um meira en milljarð í hvert skipti sem verðlag hækkar um prósent. Misvægið hefur aukist í Landsbankanum frá hruni, meðan hinir tveir hafa dregið úr því.

Aumingja Ísland, til hamingju!

Brot úr kvikmyndinni Aumingja Ísland var birt á vefsíðunni YouTube fyrr í vikunni. Myndin er framleidd af kvikmyndagerðarmanninum Ara Alexander Ergis Magnússyni.

Skilanefndarmenn með 1.650.000 á mánuði

Skilanefndarmenn þurfa að reikna sér tvöfalt hærri laun en þeir sérfræðingar sem hæst laun hafa í sjálfstæðum rekstri á öðrum sviðum. Gert er ráð fyrir að þeir hafi að minnsta kosti 1650 þúsund krónur á mánuði eftir hækkun á reiknuðu endurgjaldi.

Hreyfingin tilnefnir Bradley Manning til Nóbelsverðlauna

Þinghópur Hreyfingarinnar hefur tilnefnt Bradley Manning til friðarverðlauna Nóbels. Manning er sakaður um að hafa lekið þúsundum skjala til uppljóstrunarsíðunnar Wikileaks og bíður nú þess að verða dreginn fyrir herdómstól í Bandaríkjunum.

Nýr ritstjóri Eyjunnar ráðinn

Stjórnmálafræðingurinn Magnús Geir Eyjólfsson hefur verið ráðinn ritstjóri Eyjunnar. Magnús tekur við af Karli Th. Birgissyni en hann lét störfum hjá Eyjunni nýlega.

Sjá næstu 50 fréttir